Reglur nr. 484-2010 | Háskóli Íslands Skip to main content

Reglur nr. 484-2010

Reglur um þverfaglegt meistaranám við Háskóla Íslands í skattarétti og reikningsskilum, nr. 484/2010

með síðari breytingum

1. gr.  Gildissvið.

Reglur þessar gilda um meistaranám í skattarétti og reikningsskilum við Háskóla Íslands. Námið er þverfaglegt og skipulagt sameiginlega af Viðskiptafræðideild annars vegar og Lagadeild hins vegar.

Reglur um meistaranámið eru sérreglur gagnvart ákvæðum 69. gr. reglna nr. 569/2009, fyrir Háskóla Íslands, og reglum einstakra deilda um framhaldsnám. Reglur Háskólans og deilda gilda þó eftir því sem við á ef þessar reglur hafa ekki að geyma ákvæði um einstök tilvik. Fyrirvarar deilda í reglum og kennsluskrá um fjárveitingar, fáanlegt kennaralið og slík atriði gilda gagnvart þeim nemendum sem skráðir eru í námið.

2. gr.  Markmið.

Meistaranám í skattarétti og reikningsskilum