Skip to main content

Hagnýt siðfræði, doktorsnám

""

Hagnýt siðfræði

180 einingar - Doktorspróf

. . .

Doktorsnám í hagnýtri siðfræði er þriggja ára alþjóðlegt, rannsóknatengt framhaldsnám. 

Námið tekur mið af bakgrunni hvers nemanda og því fræðasviði sem hann vill sérhæfa sig á. 

Um námið

Doktorsnám í hagnýtri siðfræði er 180e rannsóknarnám. 

Náminu er ætlað að veita doktorsnemum fræðilega þjálfun og búa þá undir:

  • vísinda- og ráðgjafarstörf
  • háskólakennslu
  • sérfræðingsstörf hjá vísindalegum rannsóknastofnunum

Hluta doktorsnáms má taka við aðrar deildir og svið Háskóla Íslands en doktorsnemi er skráður við, aðra háskóla eða viðurkenndar rannsókna- eða vísindastofnanir. 

""

Samstarfsgráða

Doktorsnemar við Hugvísindasvið eiga þess líka kost að útskrifast með doktorsgráðu frá tveimur háskólum (e. joint degree).

Samstarf milli leiðbeinenda frá báðum skólum er nauðsynlegt til að svo geti orðið.

Þú stundar þá nám við báða háskóla og uppfyllir námskröfur beggja.

Þú vinnur að doktorsrannsókn undir handleiðslu beggja sérfræðinga og byggist samstarf á samningi sem neminn og leiðbeinendur gera sín á milli.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MA-próf í hagnýtri siðfræði eða heimspeki eða sambærilegt háskólapróf með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar frá viðurkenndum háskóla. Doktorsnámsnefnd er heimilt í samráði við námsbraut og væntanlegan leiðbeinanda að gera kröfur um frekari undirbúning eftir því sem ástæða þykir til. Samþykki fyrirhugaðs leiðbeinanda er forsenda fyrir endanlegri afgreiðslu umsóknar.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.