Skip to main content

Háskólaráðsfundur 3. desember 2015

12/2015

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2015, fimmtudaginn 3. desember var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 13.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Davíð Þorláksson (varamaður fyrir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur), Ebba Þóra Hvannberg, Eiríkur Rögnvaldsson, Kjartan Þór Eiríksson (varamaður fyrir Jakob Ó. Sigurðsson), Margrét Hallgrímsdóttir, Orri Hauksson, Stefán Hrafn Jónsson og Tómas Þorvaldsson. Iðunn Garðarsdóttir og Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir boðuðu forföll og varamenn þeirra einnig. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.

1.    Setning fundar.
  Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver vildi gera athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Jafnframt spurði rektor hvort einhver teldi sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og var svo ekki. Engar athugasemdir voru gerðar við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur.

2.    Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
a)    Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016. Staða mála.
b)    Fjárhagsáætlun Háskóla Íslands 2016. Staða mála.

Inn á fundinn kom Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs. Rektor greindi frá stöðu mála varðandi fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016 og Guðmundur gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Háskóla Íslands 2016. Málið var rætt og svöruðu rektor og Guðmundur spurningum ráðsmanna.

3.    Stofnanasamningar Háskóla Íslands og Félags háskólakennara annars vegar og Félags prófessora hins vegar.
Guðmundur R. Jónsson gerði grein fyrir málinu og var það rætt.
– Stofnanasamningar Háskóla Íslands og Félags háskólakennara annars vegar og Háskóla Íslands og Félags prófessora hins vegar samþykktir einróma.

4.    Innri endurskoðun Háskóla Íslands.
Inn á fundinn kom Ingunn Ólafsdóttir, innri endurskoðandi Háskóla Íslands, og gerði grein fyrir nýju starfi innri endurskoðanda við skólann. Málið var rætt ítarlega og svaraði Ingunn spurningum og ábendingum fulltrúa í háskólaráði. Fyrirhugað er að leggja endurskoðunaráætlun fyrir Háskóla Íslands fram á fundi ráðsins í janúar 2016.

5.    Tillaga samráðsnefndar háskólaráðs um kjaramál að breytingu á reglum um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands nr. 605/2006. Varðar skiptingu starfsskyldna aðjúnkta 1, lektora og dósenta á milli starfsþátta.
Guðmundur R. Jónsson gerði grein fyrir málinu. Vakin var athygli á að láðst hafði að strika út seinni málsliðinn í grein 3.1., bókstafsliðum b, c og e í skjalinu sem fyrir fundinum lá.
– Tillaga samráðsnefndar háskólaráðs um kjaramál að breytingu á reglum um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands nr. 605/2006 samþykkt einróma svo breytt.

6.    Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, sbr. síðasta fund. Staða máls.
Guðmundur R. Jónsson gerði grein fyrir framlagðri greinargerð starfshóps um valkosti um framtíð grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, dags. 26.11.2015. Málið var rætt ítarlega og svaraði Guðmundur spurningum ráðsmanna. Málið verður áfram á dagskrá háskólaráðs.

7.    Úttekt á rannsóknamisserum 2006-2014.
– Frestað.

8.    Undirbúningur stefnu Háskóla Íslands 2016-2021, sbr. síðasta fund.
Inn á fundinn komu Sigurður Magnús Garðarsson prófessor og Steinunn Gestsdóttir prófessor, formenn stýrihóps um stefnumótun Háskóla Íslands og gerðu grein fyrir stöðu mála og næstu skrefum varðandi undirbúning stefnu Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2021. Málið var rætt og svöruðu þau Sigurður Magnús og Steinunn spurningum fulltrúa í háskólaráði. Málið verður áfram á dagskrá háskólaráðs.

Margrét Hallgrímsdóttir þurfti að víkja af fundi undir þessum dagskrárlið.

9.    Bókfærð mál.
a)    Tillaga Hugvísindasviðs að nýjum reglum um doktorsnám.
– Samþykkt
b)    Tillaga Hugvísindasviðs f.h. Sagnfræði- og heimspekideildar um meistaranám í hugmynda- og vísindasögu í samstarfi við aðrar deildir.
– Samþykkt
c)    Tillaga Heilbrigðisvísindasviðs f.h. Lyfjafræðideildar um meistaranám í klínískri lyfjafræði í samstarfi við erlendan háskóla.
– Samþykkt
d)    Tillaga kennslusviðs að breytingu á 54. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009 vegna skila lokaritgerða á grunn- og meistarastigi í rafrænu formi.
– Samþykkt

10.    Mál til fróðleiks.
a)    Reglugerð félags- og húsnæðismálaráðherra um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, 4. nóvember 2015.
b)    Glærur rektors á afmælisþingi Rannís, 26. nóvember sl.
c)    Bæklingur frá hátíð brautskráðra doktora við Háskóla Íslands 1.12.2015.
d)    Education at a Glance 2015, sjá einkum töflu B1.1a.

e)    Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, október 2015.
f)    Rafrænt fréttabréf Félagsvísindasviðs, nóvember 2015.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.15.