Skip to main content

Kennslufræði háskóla - Viðbótardiplóma

Kennslufræði háskóla - Viðbótardiplóma

Menntavísindasvið

Kennslufræði háskóla

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Viðbótardiplóma í kennslufræði er stutt 30 eininga nám ætlað háskólakennurum, stundakennurum og doktorsnemum. Námið dýpkar þekkingu á kennslufræði, námsmati og endurgjöf og eykur færni kennara til þess að takast á við kennsluáskoranir samtímans.

Námið hentar vel með vinnu.

Skipulag náms

X

Kennsluþróun og starfendarannsóknir (STM031F)

Námskeiðið Kennsluþróun og starfendarannsóknir er samstarfsvettvangur þar sem þátttakendur vinna að rannsóknartengdum verkefnum, kennsluþróunar­verkefnum eða að rannsókn á eigin kennslu. Tengja má námskeiðið umsóknum í sjóði (t.d. Kennslumálasjóð). Námskeiðið er heilsársnámskeið. Að námskeiði loknu kynna þátttakendur verkefni sín á Menntakviku, rannsóknardegi Menntavísindasviðs.

X

Inngangur að kennslufræði á háskólastigi (STM105F)

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur lykilhugtökum náms, kennslu og námsmats á háskólastigi. Fjallað verður um hlutverk kennara, kennslusýn, námskenningar, kennsluhætti, kenningar um kennslu, upplýsingatækni og námsmat. Þátttakendur kynnast ýmsum hagnýtum leiðum til að skipuleggja nám og kennslu en fá auk þess innsýn inn í þær kenningar sem að baki kennsluháttum liggja. Áhersla er á að efla umræðu um kennsluhætti og styðja þátttakendur við ígrundun um eigið starf.

X

Námsmat og endurgjöf (STM209F)

Námsmat og endurgjöf eru veigmikil verkefni háskólakennara sem geta haft veruleg áhrif á gæði náms. Í námskeiðinu kynnast þátttakendur meginhugtökum námsmats svo og kenningum og rannsóknum á áhrifum námsmats og endurgjafar á nám. Fjallað verður um ólíkar tegundir námsmats (lokamat/leiðsagnarmat), leiðir til endurgjafar, námsmatsaðferðir svo og þátttöku nemenda í námsmati.

X

Skipulag og endurskoðun námskeiða (STM208F)

Námskrárgerð er mikilvægt verkefni háskólakennara. Það fellur í þeirra hlut að skipuleggja námskrá námskeiða og skapa nemendum sínum sem besta umgjörð náms. Jafnframt koma margir háskólakennarar að námskrárgerð innan námsleiða. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum tækifæri til að huga faglega að námskrárgerð. Í námskeiðinu er m.a. fjallað um skipulag námskeiða, hæfniviðmið, viðhorf og væntingar nemenda, vinnuálag í námskeiðum, kennsluaðferðir og námsmat. Í námskeiðinu vinna þátttakendur að endurskoðun eigin námskeiða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennslumiðstöð HÍ

Suðurgata 43 - gengið inn frá Sæmundargötu

SETBERG - HÚS KENNSLUNNAR
s. 525-4002 og 525 5833 kennslumidstod@hi.is

Opið kl. 9:00 – 15.00 alla virka daga

Setberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.