Íslensk málfræði


Íslensk málfræði
MA gráða – 120 einingar
Markmið meistaranáms í íslenskri málfræði er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá undir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi, svo sem framhaldsskólakennslu, margvísleg fræðistörf og doktorsnám
Skipulag náms
- Haust
- Klínísk málvísindi og máltækniV
- Forritun í máltækniV
- Færeyska og íslenskaV
- Íslenskt mál á 19. öldV
- Kvæði sem málvísindalegar heimildirVE
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Hverfult tungutak í deiglu samtímansVE
- Íslensk og erlend setningagerðV
- Söguleg beygingar- og orðmyndunarfræðiV
- OrðsifjafræðiV
Klínísk málvísindi og máltækni (ÍSM501F)
Í þessu námskeiði eru kennd undirstöðuatriði í klínískri málvinnslu, með sérstakri áherslu á að nota málvinnsluaðferðir til að meta vitræna hnignun af völdum Alzheimerssjúkdóms. Í námskeiðinu verður fjallað um áhrif Alzheimerssjúkdóms á málnotkun og hvernig slík áhrif eru frábrugðin áhrifum af heilbrigðri öldruna á málnotkun. Einnig verða skoðuð afrit af samtölum við íslenska einstaklinga með mismunandi stig Alzheimerssjúkdómsins og hvernig hægt er að nýta ýmis málvinnslutól til að draga fram áhugaverð einkenni í texta. Efnisatriði sem fjallað er um: - Áhrif heilbrigðrar öldrunar á málnotkun - Hvað er heilabilun og hver eru mismunandi stig heilabilunar af völdum Alzheimerssjúkdóms (AS)? - Hvernig hefur AS áhrif á málnotkun: áhrif á hljóðkerfis-, setningafræði-, merkingarfræði- og orðræðueiginleika talmáls - Stöðluð og óstöðluð próf til að meta vitræna skerðingu hjá Alzheimer-sjúklingum. -Að skipuleggja klínískar, málvísindalegar tilraunir: siðferðileg atriði þegar gögnum er safnað um mannlega þátttakendur og viðkvæma hópa - málvinnsla í klínískum tilgangi: að nota málvinnsluverkfæri til að draga fram atriði sem hafa klíníska þýðingu til að meta vitsmunalega skerðingu
Forritun í máltækni (MLT701F)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað meistaranemum í máltækni sem taka námið við Íslensku- og menningardeild HÍ, hafa bakgrunn í málvísindum en lítinn sem engan í tölvunarfræði. Þetta námskeið taka þeir í flestum tilvikum samhliða námskeiðinu Tölvunarfræði 1a. Hafi einhver með annars konar bakgrunn áhuga á námskeiðinu er þó sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit) sem þeir munu jafnframt nota frekar í námskeiðum um málvinnslu.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira en íslenska að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Segja má að færeyska standi mitt á milli íslensku annars vegar og norrænu meginlandsmálanna hins vegar og þetta hefur vakið athygli málfræðinga um allan heim, ekki síst íslenskra málfræðinga. Rannsóknir á færeysku skipta líka miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar. Hvernig stendur t.d. á því að færeyska hefur alhæft -ur í sterku karlkyni (sbr. fugl-ur, ís-ur og her-ur) og tapað eignarfalli á andlögum sagna (sbr. Eg sakni teg vs. Ég sakna þín) en varðveitt stýfðan boðhátt mun betur en íslenska (sbr. Gloym tað vs. Gleymdu því)?
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif og nemendur fá þar að auki þjálfun í að hlusta á talað mál.
Ef áhugi er fyrir hendi verður farin 4 daga ferð (frá mánudegi til föstudags) til Færeyja í tengslum við námskeiðið, líklega í annarri vikunni eftir kennsluhlé (16.-20. október), þar sem við munum meðal annars heimsækja Fróðskaparsetur Færeyja (háskólann í Færeyjum).
Íslenskt mál á 19. öld (ÍSM302F)
Fjallað verður um íslenskt mál á 19. öld frá ýmsum hliðum, en m.a. frá sjónarhóli sögulegrar félagsmálfræði. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum á því fræðasviði og ólíkum heimildum um málið á 19. öld, bæði prentmáli og einkabréfum og öðrum sjálfsskrifum. Rannsóknir á málbreytingum og tilbrigðum á þessu tímabili verða kynntar og fjallað um tilurð íslenska málstaðalsins. Gert er ráð fyrir þátttöku gestafyrirlesara sem fjalla um ýmsar hliðar þessara mála. Nemendur fá þjálfun í að vinna með 19. aldar heimildir.
Kvæði sem málvísindalegar heimildir (ÍSM708F)
Kveðskapur geymir ýmsar upplýsingar um samtímalegt ástand tungumála. Bragarhættir byggjast á hljóðkerfis- og hljóðfræðilegum reglum sem gilda í hverju tungumáli. Þegar sömu eða líkir bragarhættir eru notaðir um margra alda skeið koma hljóðkerfis- og hljóðfræðilegar breytingar t.d. fram í því að sum orð er ekki lengur unnt að nota í sömu bragfræðilegu stöðu og áður. Í þessu sambandi má nefna að kveðskapur er okkar helsta heimild um hljóðdvalarbreytinguna í íslensku. Þá endurspeglar kveðskapur frá ólíkum tímum einnig orðfræðilegar breytingar. T.d. hefur ákveðin þróun verið í notkun neitunarorða í forníslensku og er hún sýnileg í fornum kveðskap. Einnig má sjá breytingar á vægi orðflokka í stuðlasetningu og myndun risatkvæða sem og breytingar á orðaröð. Allar þessar breytingar sem fram koma í kveðskap eru málvísindalegar heimildir sem nota má til að aldursgreina kvæði. Þetta er t.d. mikilvægt þegar skera skal úr um hvort kvæði sem í fornsögum eru eignuð ákveðnum skáldum eru í raun eftir þau eða seinni tíma kveðskapur.
Námskeiðið ætti að höfða jafnt til málfræðinga, bókmenntafræðinga og miðaldafræðinga.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Hverfult tungutak í deiglu samtímans (ÍSL458M)
Fræðasvið eins og samanburðarmálfræði, félagsmálfræði og söguleg setningafræði hafa um langt skeið rannsakað tilbrigði í máli og málbreytingar. Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á sérstöðu nútímans þegar kemur að tilbrigðum í mannlegu máli. Þessi sérstaða felst bæði í nýjum málfræðilegum viðfangsefnum og nýjum rannsóknaraðferðum. Fjallað verður um samspil málkunnáttu og málbeitingar við tækninýjungar og samfélagsmiðla. Nemendur munu öðlast hæfni í hefðbundnum aðferðum í megindlegum tilbrigðamálvísindum sem verða svo settar í samhengi við nýstárlega aðferðafræðilega sprota á borð við lýðvistun (e. crowdsourcing) og leikjavæðingu (e. gamification). Megináhersla verður lögð á að nemendur fái hagnýta þjálfun í að taka virkan þátt í raunverulegri rannsóknarvinnu á sviði námskeiðsins. Námskeiðið hentar stúdentum sem vilja læra um félagsmálfræði, annaðhvort í fyrsta skipti eða til að kynnast nýjum aðferðum og þeim sem vilja fá innsýn í megindlega strauma í hugvísindum.
Íslensk og erlend setningagerð (ÍSM703F)
Markmið þessa námskeiðs er að efla skilning þátttakenda á setningafræði með því að bera valin atriði í íslenskri setningagerð saman við hliðstæð fyrirbæri í öðrum málum, bæði skyldum og óskyldum. Gert er ráð fyrir því að allir nemendur hafi nokkra undirstöðuþekkingu í setningafræði en að öðru leyti verður reynt að koma til móts við mismunandi bakgrunn og væntingar nemenda, jafnvel með því að skipta hópnum í einstökum tímum eftir undirstöðu og áhugasviði nemenda. Námskeiðið á þannig bæði að geta nýst framhaldsnemum í íslenskri málfræði og málvísindum, sem hafa fyrst og fremst fræðilegan áhuga á íslenskri setningagerð, en einnig framhaldsnemendum í öðrum tungumálum, nemendum á menntavísindasviði og nemendum í þýðingafræði, enda hafi þeir allir einhverja undirstöðuþekkingu á setningafræði.
Söguleg beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSM008F)
Saga beygingarkerfisins verður rakin frá frumgermönsku til íslensks nútímamáls og nokkrum athyglisverðum vandamálum veitt sérstök athygli, m.a. fjallað um nýleg skrif málfræðinga um beygingarsöguleg efni. Textasýnishorn verða athuguð og kannað gildi þeirra sem heimilda um þróun beygingarkerfisins. Fjallað verður um þróun íslenskrar orðmyndunar og ólíkar tegundir samsettra orða.
Vinnulag: Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Gert er ráð fyrir að nemendur flytji framsöguerindi um textasýnishorn og/eða beygingarfræðileg efni.
Orðsifjafræði (ÍSM007F)
Viðfangsefni orðsifjafræði verða kynnt og vinnureglur í orðsifjarannsóknum. Þá verða ýmsar gerðir orðsifjabóka bornar saman og fjallað um nokkur ritverk íslenskra málfræðinga um orðsifjafræðileg efni. Dæmi úr íslenskum orðabókum verða tekin og krufin, fjallað um sögu einstakra orða og upplýsingar sem orðsifjabækur veita um þau.
Kennsluhættir/vinnulag: Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða nokkur skrifleg heimaverkefni lögð fyrir og nemendur flytja eitt framsöguerindi hver.
- Haust
- Meistararitgerð í íslenskri málfræði
- Klínísk málvísindi og máltækniV
- Forritun í máltækniV
- Færeyska og íslenskaV
- Íslenskt mál á 19. öldV
- Kvæði sem málvísindalegar heimildirVE
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Meistararitgerð í íslenskri málfræði
- Hverfult tungutak í deiglu samtímansVE
- Íslensk og erlend setningagerðV
- Söguleg beygingar- og orðmyndunarfræðiV
- OrðsifjafræðiV
Meistararitgerð í íslenskri málfræði (ÍSM441L)
Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.
Klínísk málvísindi og máltækni (ÍSM501F)
Í þessu námskeiði eru kennd undirstöðuatriði í klínískri málvinnslu, með sérstakri áherslu á að nota málvinnsluaðferðir til að meta vitræna hnignun af völdum Alzheimerssjúkdóms. Í námskeiðinu verður fjallað um áhrif Alzheimerssjúkdóms á málnotkun og hvernig slík áhrif eru frábrugðin áhrifum af heilbrigðri öldruna á málnotkun. Einnig verða skoðuð afrit af samtölum við íslenska einstaklinga með mismunandi stig Alzheimerssjúkdómsins og hvernig hægt er að nýta ýmis málvinnslutól til að draga fram áhugaverð einkenni í texta. Efnisatriði sem fjallað er um: - Áhrif heilbrigðrar öldrunar á málnotkun - Hvað er heilabilun og hver eru mismunandi stig heilabilunar af völdum Alzheimerssjúkdóms (AS)? - Hvernig hefur AS áhrif á málnotkun: áhrif á hljóðkerfis-, setningafræði-, merkingarfræði- og orðræðueiginleika talmáls - Stöðluð og óstöðluð próf til að meta vitræna skerðingu hjá Alzheimer-sjúklingum. -Að skipuleggja klínískar, málvísindalegar tilraunir: siðferðileg atriði þegar gögnum er safnað um mannlega þátttakendur og viðkvæma hópa - málvinnsla í klínískum tilgangi: að nota málvinnsluverkfæri til að draga fram atriði sem hafa klíníska þýðingu til að meta vitsmunalega skerðingu
Forritun í máltækni (MLT701F)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað meistaranemum í máltækni sem taka námið við Íslensku- og menningardeild HÍ, hafa bakgrunn í málvísindum en lítinn sem engan í tölvunarfræði. Þetta námskeið taka þeir í flestum tilvikum samhliða námskeiðinu Tölvunarfræði 1a. Hafi einhver með annars konar bakgrunn áhuga á námskeiðinu er þó sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit) sem þeir munu jafnframt nota frekar í námskeiðum um málvinnslu.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira en íslenska að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Segja má að færeyska standi mitt á milli íslensku annars vegar og norrænu meginlandsmálanna hins vegar og þetta hefur vakið athygli málfræðinga um allan heim, ekki síst íslenskra málfræðinga. Rannsóknir á færeysku skipta líka miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar. Hvernig stendur t.d. á því að færeyska hefur alhæft -ur í sterku karlkyni (sbr. fugl-ur, ís-ur og her-ur) og tapað eignarfalli á andlögum sagna (sbr. Eg sakni teg vs. Ég sakna þín) en varðveitt stýfðan boðhátt mun betur en íslenska (sbr. Gloym tað vs. Gleymdu því)?
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif og nemendur fá þar að auki þjálfun í að hlusta á talað mál.
Ef áhugi er fyrir hendi verður farin 4 daga ferð (frá mánudegi til föstudags) til Færeyja í tengslum við námskeiðið, líklega í annarri vikunni eftir kennsluhlé (16.-20. október), þar sem við munum meðal annars heimsækja Fróðskaparsetur Færeyja (háskólann í Færeyjum).
Íslenskt mál á 19. öld (ÍSM302F)
Fjallað verður um íslenskt mál á 19. öld frá ýmsum hliðum, en m.a. frá sjónarhóli sögulegrar félagsmálfræði. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum á því fræðasviði og ólíkum heimildum um málið á 19. öld, bæði prentmáli og einkabréfum og öðrum sjálfsskrifum. Rannsóknir á málbreytingum og tilbrigðum á þessu tímabili verða kynntar og fjallað um tilurð íslenska málstaðalsins. Gert er ráð fyrir þátttöku gestafyrirlesara sem fjalla um ýmsar hliðar þessara mála. Nemendur fá þjálfun í að vinna með 19. aldar heimildir.
Kvæði sem málvísindalegar heimildir (ÍSM708F)
Kveðskapur geymir ýmsar upplýsingar um samtímalegt ástand tungumála. Bragarhættir byggjast á hljóðkerfis- og hljóðfræðilegum reglum sem gilda í hverju tungumáli. Þegar sömu eða líkir bragarhættir eru notaðir um margra alda skeið koma hljóðkerfis- og hljóðfræðilegar breytingar t.d. fram í því að sum orð er ekki lengur unnt að nota í sömu bragfræðilegu stöðu og áður. Í þessu sambandi má nefna að kveðskapur er okkar helsta heimild um hljóðdvalarbreytinguna í íslensku. Þá endurspeglar kveðskapur frá ólíkum tímum einnig orðfræðilegar breytingar. T.d. hefur ákveðin þróun verið í notkun neitunarorða í forníslensku og er hún sýnileg í fornum kveðskap. Einnig má sjá breytingar á vægi orðflokka í stuðlasetningu og myndun risatkvæða sem og breytingar á orðaröð. Allar þessar breytingar sem fram koma í kveðskap eru málvísindalegar heimildir sem nota má til að aldursgreina kvæði. Þetta er t.d. mikilvægt þegar skera skal úr um hvort kvæði sem í fornsögum eru eignuð ákveðnum skáldum eru í raun eftir þau eða seinni tíma kveðskapur.
Námskeiðið ætti að höfða jafnt til málfræðinga, bókmenntafræðinga og miðaldafræðinga.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Meistararitgerð í íslenskri málfræði (ÍSM441L)
Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.
Hverfult tungutak í deiglu samtímans (ÍSL458M)
Fræðasvið eins og samanburðarmálfræði, félagsmálfræði og söguleg setningafræði hafa um langt skeið rannsakað tilbrigði í máli og málbreytingar. Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á sérstöðu nútímans þegar kemur að tilbrigðum í mannlegu máli. Þessi sérstaða felst bæði í nýjum málfræðilegum viðfangsefnum og nýjum rannsóknaraðferðum. Fjallað verður um samspil málkunnáttu og málbeitingar við tækninýjungar og samfélagsmiðla. Nemendur munu öðlast hæfni í hefðbundnum aðferðum í megindlegum tilbrigðamálvísindum sem verða svo settar í samhengi við nýstárlega aðferðafræðilega sprota á borð við lýðvistun (e. crowdsourcing) og leikjavæðingu (e. gamification). Megináhersla verður lögð á að nemendur fái hagnýta þjálfun í að taka virkan þátt í raunverulegri rannsóknarvinnu á sviði námskeiðsins. Námskeiðið hentar stúdentum sem vilja læra um félagsmálfræði, annaðhvort í fyrsta skipti eða til að kynnast nýjum aðferðum og þeim sem vilja fá innsýn í megindlega strauma í hugvísindum.
Íslensk og erlend setningagerð (ÍSM703F)
Markmið þessa námskeiðs er að efla skilning þátttakenda á setningafræði með því að bera valin atriði í íslenskri setningagerð saman við hliðstæð fyrirbæri í öðrum málum, bæði skyldum og óskyldum. Gert er ráð fyrir því að allir nemendur hafi nokkra undirstöðuþekkingu í setningafræði en að öðru leyti verður reynt að koma til móts við mismunandi bakgrunn og væntingar nemenda, jafnvel með því að skipta hópnum í einstökum tímum eftir undirstöðu og áhugasviði nemenda. Námskeiðið á þannig bæði að geta nýst framhaldsnemum í íslenskri málfræði og málvísindum, sem hafa fyrst og fremst fræðilegan áhuga á íslenskri setningagerð, en einnig framhaldsnemendum í öðrum tungumálum, nemendum á menntavísindasviði og nemendum í þýðingafræði, enda hafi þeir allir einhverja undirstöðuþekkingu á setningafræði.
Söguleg beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSM008F)
Saga beygingarkerfisins verður rakin frá frumgermönsku til íslensks nútímamáls og nokkrum athyglisverðum vandamálum veitt sérstök athygli, m.a. fjallað um nýleg skrif málfræðinga um beygingarsöguleg efni. Textasýnishorn verða athuguð og kannað gildi þeirra sem heimilda um þróun beygingarkerfisins. Fjallað verður um þróun íslenskrar orðmyndunar og ólíkar tegundir samsettra orða.
Vinnulag: Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Gert er ráð fyrir að nemendur flytji framsöguerindi um textasýnishorn og/eða beygingarfræðileg efni.
Orðsifjafræði (ÍSM007F)
Viðfangsefni orðsifjafræði verða kynnt og vinnureglur í orðsifjarannsóknum. Þá verða ýmsar gerðir orðsifjabóka bornar saman og fjallað um nokkur ritverk íslenskra málfræðinga um orðsifjafræðileg efni. Dæmi úr íslenskum orðabókum verða tekin og krufin, fjallað um sögu einstakra orða og upplýsingar sem orðsifjabækur veita um þau.
Kennsluhættir/vinnulag: Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða nokkur skrifleg heimaverkefni lögð fyrir og nemendur flytja eitt framsöguerindi hver.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.