Skip to main content

Handleiðsla - Viðbótardiplóma

Handleiðsla - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Handleiðsla (ekki tekið inn 2024-2025)

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Viðbótardiplóma í handleiðslu er þverfræðilegt nám að loknu háskólanámi til starfsréttinda á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á handleiðslufræðum og færni til að veita handleiðslu í faglegu starfi og skipuleggja handleiðslukerfi á vinnustað. Þeir læra að beita kerfisnálgun og dýnamískri sýn til að skilja samskipti milli einstaklinga, faghópa og í stofnanasamstarfi.

Skipulag náms

X

Faghandleiðsla - ytri umgjörð og innri samskipti á vinnustöðum (FRG121F)

Í námskeiðinu er fjallað um kerfisnálgun, stjórnun og samskipti í velferðarstofnunum (human services organization). Kynnt er uppbygging og líkön handleiðslukerfa. Fjallað er um kerfisgreiningu, stjórnunarleg starfsfélaga- og yfirmannasamskipti og faglegt samráð. Þessu tengt er athygli beint að því hvernig má draga úr álagi, starfsþreytu og kulnun í starfsumhverfi. Þá er mið tekið af hlut handleiðslu í að auka starfsánægju, efla fagmanninn og bæta gæði þjónustu til skjólstæðinga. Byggt er m.a. á stjórnunar-og stofnanafræðum, samskiptakenningum og psychodýnamiskri nálgun. Samhliða fyrirlestrum er klínísk kennsla (hóphandleiðsla) þar sem nemendur vinna með eigin handleiðsluverkefni undir leiðsögn sérþjálfaðra handleiðara.

X

Faghandleiðsla og handleiðslutækni (FRG229F)

Í námskeiðinu er fjallað um hugmyndafræði, sögu og upphafskenningar handleiðslu og fagsiðfræði (e. professional ethics), og athygli beint að tengsla- og fagþroska (e.personal and professional development), m.a á grunni psykodýnamskra-og tengsla kenninga. Áhersla er á aðgreiningu ólíkra handleiðslutegunda og forma, ásamt þeim eðlismun sem er á nema - og faghandleiðslu.

X

Faghandleiðsla og samtími (FRG308F)

Í námskeiðinu er fjallað um hugtök, ferli og fyrirbæri, hlutverkastöður, vinnulag og tækni. Sérstök áhersla er á upphafstengsl, einkenni þrepa í handleiðsluferlinu, hliðstæð ferli (e.paralell process) og úrvinnslu hindrana. Þá eru kynntar leiðir til að beita ígrundun, meta framvindu og fella af tengsl (ljúka handleiðslu).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.