Hagnýtt nám í þýðingum - Viðbótardiplóma


Hagnýtt nám í þýðingum
Viðbótardiplóma – 60 einingar
Hagnýtt nám í þýðingum er ætlað þeim sem vilja bæta hagnýtri þekkingu á þýðingum við grunnnám sitt í háskóla, eða hafa minnst 5 ára reynslu sem starfandi þýðendur. Allir umsækjendur þreyta inntökupróf.
Skipulag náms
- Haust
- Þýðingafræði
- Þýðingar og þýðingatækni
- Nytjaþýðingar II/viðskiptiV
- Skjalaþýðingar og dómtúlkunV
- Einstaklingsverkefni í þýðingafræðiV
- Einstaklingsverkefni í þýðingafræðiV
- Vor
- Orðræðugreining, þýðingar og túlkun
- ÍðorðafræðiV
- Smáar en knáar. SmásagnaþýðingarV
- Nytjaþýðingar I /tækni-umhverfiV
- ÞýðingasagaV
- Einstaklingsverkefni í þýðingafræðiV
- Einstaklingsverkefni í þýðingafræðiV
Þýðingafræði (ÞÝÐ027F)
Inngangsnámskeið í fræðunum þar sem farið verður yfir helstu kenningar tuttugustu aldar á þessu sviði. Nemendur lesa lykiltexta úr fræðunum (sem sumir eru nú til í íslenskri þýðingu), flytja erindi um einn höfundinn og verk hans, þýða einn slíkan fræðitexta og einn bókmenntatexta að eigin vali.
Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)
Þetta námskeið er helgað þeirri tækni sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Þýðingaminni verða skoðuð og þjálfuð notkun þeirra og gerð samsíða textasafna. Notkun orðabóka, rafrænna og annarra, gagnabanka og internetsins og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Starfsvið þýðenda. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur halda fyrirlestur um tiltekið svið, vinna við orðtöku og kynna nýjustu tækni í vinnuhópi.
Nytjaþýðingar II/viðskipti (ÞÝÐ903F)
Nemendur æfa nytjaþýðingar á sviði laga, fjármála, ESB og markaðsmála á móðurmálið undir leiðsögn kennara. Kennari velur texta fyrir nemendur til æfingar í tíma og leggur fyrir verkefni. Nemendur æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um þýðingarvinnuna.
Skjalaþýðingar og dómtúlkun (ÞÝÐ102F)
Þetta er undirbúningsnámskeið fyrir próftaka í skjalaþýðingum og dómtúlkun. Farið verður yfir helstu svið skjalaþýðinga og dómtúlkunar, unnin verkefni á þeim sviðum, nemendur látnir þreyta æfingapróf og þeim kynntar helstu stefnur og straumar í þýðingarfræðum.
Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)
Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði
Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)
Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði
Orðræðugreining, þýðingar og túlkun (ÞÝÐ029F)
Markmiðið með þessu námskeiði er að nota aðferðir málvísinda og þýðingafræða til að rannsaka mállegan grunn samfélagsins, hvaðan hann kemur og hvað mótar þá orðræðu sem myndar hann og myndast af honum. Með aðferðum orðræðugreiningar verða frumtextar og þýðingar lagatexta, viðskiptatexta, fjölmiðlatexta o.fl. greindir og síðan litið til þess hvernig þær þýðingar sem þar fara fram skila sér inn í almennari orðræðu samfélagsins. Í tengslum við þetta verða tekin fyrir praktísk verkefni á sömu sviðum þar sem nemendur spreyta sig á þýðingum skjala, samninga, vottorða og annarra nytjatexta og verða niðurstöður ræddar í vinnuhópum.
Íðorðafræði (ÞÝÐ001F)
Markmið þessa námskeiðs: Að nemendur fái undirstöðuþekkingu á íðorðafræði. Að þeir læri um tengsl íðorðafræði við aðrar greinar og skilji mun á almennu máli og sérhæfðu máli. Að þeir læri vensl milli hugtaka og íðorða, einkenni hugtaka, inntak og umtak hugtaka, hugtakakerfi og hugtakasvið, skilgreiningar, einyrt og fleiryrt íðorð, umdæmistap (domænetab), íðorðasöfn og íðorðaverkefni. Kennsla er formi í fyrirlestra, umræðna og æfinga- og verkefnatíma.
Smáar en knáar. Smásagnaþýðingar (ÞÝÐ506F)
Smásagan er frekar ungt bókmenntaform sem varð til á 19. öld og öðlaðist miklar vinsældir. Þótt við séum vön að lesa smásögur í ritsöfnum og skólabókum, komu þær lengi vel helst út í dagblöðum og tímaritum og voru lesefni almennings. Í námskeiðinu skoðum við þýðingar smásagna af og á íslensku og beinum sjónum okkar fyrst og fremst að eldri heimildum. Við veltum fyrir okkur hverjir það voru sem völdu smásögur til þýðinga, hverjir þýddu þær, hvernig þær voru þýddar og í hvaða tilgangi. Í hvers konar miðlum birtust smásögurnar í þýðingum og hver var helsti lesendahópurinn? Einnig er áhugavert að skoða hliðartexta (e. paratexts) á borð við útskýringar eða athugasemdir þýðenda og ritstjóra, auglýsingar, myndir o.fl. sem fylgdu þýðingunum, þ.e. ferðalaginu á milli menningarheima.
Nemendur flytja erindi um sjálfvalið efni, stunda þýðingarýni og fá að velja hvort þau skrifa rannsóknarritgerð eða spreyta sig á eigin þýðingum. Námskeiðið er vettvangur akademískra samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.
Nytjaþýðingar I /tækni-umhverfi (ÞÝÐ803F)
Námsmarkmið: Nemendur æfa nytjaþýðingar á umhverfis-, tækni- og vísindatengdum textum. Nemendur þýða á móðurmál sitt undir leiðsögn kennara. Nemendur æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um áskoranir tengdar þýðingarvinnunni. Námskeiðið er unnið í samvinnu við kennara innan íslensku- og menningardeildar og erlendra tungumála.
Þýðingasaga (ÞÝÐ030F)
Fjallað um sögu þýðinga, einkum á Vesturlöndum og svo á Íslandi. Farið verður yfir helstu hátinda þýðingasögunnar frá fornöld til nútíma. Litið verður á valda texta sem markað hafa þáttaskil í þýðingasögu eins og reyndar bókmennta- og mannkynssögunni (Cicero, Hóras, Hierónymus, Erasmus, Lúther, Oddur, Dolet o.fl.). Einkum verður litið til röksemda og verka þýðenda á sömu sviðum til samanburðar, t.d. biblíuþýðenda, ljóðaþýðenda o.s.frv. Nemendur taka fyrir einn fræðimann eða stefnu og halda erindi auk þess sem þýddur verður texti á því sviði. Einnig þýða nemendur bókmenntatexta frá því fyrir 1900. Námskeiðinu lýkur síðan með málstofu í þýðingarýni þar sem nemendur rýna í eina þýðingu að eigin vali.
Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)
Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði
Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)
Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.