Fjölmenning, margbreytileiki og flóttafólk - Viðbótardiplóma
Fjölmenning, málefni innflytjenda og flóttafólks (ekki tekið inn í námið 2024-2025)
Viðbótardiplóma – 30 einingar
Fjölmenning, margbreytileiki og flóttafólk, er viðbótardiplóma einkum ætlað fólki með reynslu af starfi með innflytjendum og/eða flóttafóki sem vilja sérhæfða þekkingu og efla færni sína í starfi með flóttafólki og innflytjendum. Fjarnám að mestu eða hluta.
Skipulag náms
Lesnámskeið um sérsvið (FRG063F)
Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimilda-ritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við umsjónarkennara.
Vinna með flóttafólki og innflytjendum á sviði velferðarþjónustu (FRG008F)
Markmið námskeiðsins er að auka sérhæfða þekkingu og færni á sviði starfs með fjölbreytilegum hópum flóttafólks og innflytjendum á sviði félagsráðgjafar. Fjallað er um stöðu innflytjenda og flóttafólks og í samhengi við velferðarþjónustu, menntun og atvinnumál. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að dýpka þekkingu, skilning og hæfni nemenda í menningarlæsi í starfi (e. cultural competence). Einnig verður lögð áhersla á dýpka þekkingu nemenda á ríkjandi straumum og stefnum í fræðilegri umræðu, rannsóknum og stefnumótun í málefnum flóttafólks og innflytjenda frá gagnrýnu sjónarhorni.
- Haust
- Almenn kynjafræðiV
- Vor
Almenn kynjafræði (KYN101F)
Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.