Skip to main content

Fjölmenning, margbreytileiki og flóttafólk, viðbótardiplóma

Fjölmenning, margbreytileiki og flóttafólk, viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Fjölmenning, málefni innflytjenda og flóttafólks (ekki tekið inn í námið 2022-2023)

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Fjölmenning, margbreytileiki og flóttafólk, er viðbótardiplóma einkum ætlað fólki með reynslu af starfi með innflytjendum og/eða flóttafóki sem vilja sérhæfða þekkingu og efla færni sína í starfi með flóttafólki og innflytjendum.

Skipulag náms

X

Lesnámskeið um sérsvið (FRG063F)

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimilda-ritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við umsjónarkennara.

X

Vinna með flóttafólki og innflytjendum á sviði velferðarþjónustu (FRG008F)

Markmið námskeiðsins er að auka sérhæfða þekkingu og færni á sviði starfs með fjölbreytilegum hópum flóttafólks og innflytjendum á sviði félagsráðgjafar. Fjallað er um stöðu innflytjenda og flóttafólks og í samhengi við velferðarþjónustu, menntun og atvinnumál. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að dýpka þekkingu, skilning og hæfni nemenda í menningarlæsi í starfi (e. cultural competence). Einnig verður lögð áhersla á dýpka þekkingu nemenda á ríkjandi straumum og stefnum í fræðilegri umræðu,  rannsóknum og stefnumótun í málefnum flóttafólks og innflytjenda frá gagnrýnu sjónarhorni.

X

Fjölmenningarsamfélag og skóli: Hugmyndafræði og rannsóknir (KME120F)

Fjallað verður um rannsóknir á sviði fjölmenningarfræða á Íslandi og í öðrum löndum, fjölmenningu í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, búferlaflutninga, stöðu minnihlutahópa og stöðu flóttafólks. Einnig verður fjallað um viðhorf og fordóma, svo og aðgerðir stjórnvalda, mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Þá verður rætt um uppeldi í fjölmenningarlegu samfélagi og rannsóknir á stöðu barna og unglinga sem málfarslegra, menningarlegra og trúarlegra minnihlutahópa. Verkefni eru vettvangstengd og nemendur kynnast eigindlegum rannsóknaraðferðum við söfnun gagna á vettvangi og úrvinnslu þeirra.

Vinnulag:
Fyrirlestrar, samræða, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. 

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

X

Kenningar í þróunarfræðum (MAN019F)

Námskeiðið fjallar um helstu kenningar sem settar hafa verið fram til að útskýra skiptingu heimsins í mismunandi "þróuð" svæði og tillögur þeirra til úrbóta. Hugtakið þróun verður skoðað og fjallað verður um hagfræðilegar, félagsfræðilegar, marxiskar, feminískar og post-kenningar um þróun. Auk þess verða gagnrýnin nútímavæðing, Washington samþykktin og post-Washington samþykktin tekin til skoðunar, ásamt hugmyndum um þróun sem góða stjórnunarhætti og spillingafrítt samfélag. Farið verður sérstaklega í framlag mannfræðinnar til fræðilegrar umfjöllunar um þróunarmál og loks verður samspil þróunarkenninga og nálgana í þróunarsamvinnu skoðað.

X

Mannréttindi og fötlun (FFR109F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mannréttindum fatlaðs fólks, einkum eins og þau birtast í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslenskum rétti. Jafnframt verður fjallað um félagslegan og menningarlegan skilning á fötlun sem hefur verið þróaður innan fötlunarfræða og liggur til grundvallar nýja mannréttindasáttmálanum. Sérstök áhersla verður lögð á jafnrétti og bann við mismunun á grundvelli fötlunar og verður auk samningsins m.a. fjallað um tilskipun Evrópusambandsins um jafnrétti og bann við mismunun á vinnumarkaði og lagasetningar á því sviði hér á landi. 

X

Mannréttindi og fötlun (FFR104M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mannréttindum fatlaðs fólks, einkum eins og þau birtast í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslenskum rétti. Jafnframt verður fjallað um félagslegan og menningarlegan skilning á fötlun sem hefur verið þróaður innan fötlunarfræða og liggur til grundvallar nýja mannréttindasáttmálanum. Sérstök áhersla verður lögð á jafnrétti og bann við mismunun á grundvelli fötlunar og verður auk samningsins m.a. fjallað um tilskipun Evrópusambandsins um jafnrétti og bann við mismunun á vinnumarkaði og lagasetningar á því sviði hér á landi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.