Skip to main content

Fjármálahagfræði - Viðbótardiplóma

Fjármálahagfræði - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Fjármálahagfræði (ekki tekið inn í námið 2024-2025)

Viðbótardiplóma – 60 einingar

Viðbótardiplóma í fjármálahagfræði til 60 eininga er nám fyrir þau sem skortir grunn til að hefja MS nám í fjármálahagfræði.

Námið er sniðið að þörfum einstakra umsækjenda og er þeim gert kleift að byggja upp nauðsynlegan grunn í hagrænni stærðfræði,  tölfræði, rekstrarhagfræði eða þjóðhagfræði, eftir því sem þörf er á.

Skipulag náms

X

Inngangur að hagfræði fyrir meistaranema (HAG124F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemandum fyrir grundvallaratriðum nútíma hagfræði, bæði rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði. Í rekstrarhagfræðihlutanum er fjallað um neytendur og eftirspurn á markaði, teygni eftirspurnar, fyrirtæki og mismunandi markaðsform, neytendaábata, framleiðandaábata og velferð. Í þjóðhagfræðihlutanum er fjallað um helstu hugtök í efnahagsumræðu eins og hagvöxt, verðbólgu og atvinnuleysi. Fjallað er um lögmál efnahagslífsins og helstu grundvallarkenningar þjóðhagfræðinnar um þróun hagstærða til skamms og langs tíma.

X

Inngangur að megindlegum aðferðum í hagfræði (HAG123F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum grundvallaratriði í stærðfræði og tölfræði sem notuð eru í hagfræði. Í stærðfræðihlutanum er fjallað um föll, diffrun falla, tegrun falla, hámörkun með og án hliðarskilyrða, runur og raðir og einfaldar diffur- og mismunajöfnur. Í tölfræðihlutanum verður fjallað um slembistærðir, líkur, dreifingar, meðalgildi, dreifni, staðalfráviki, samdreifni, fylgni, lögmál mikils fjölda, úrtök, tilgátupróf, punktmat og bilmat.

X

Fjármálastærðfræði I (Fjármálatölfræði) (HAG122F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði tölfræði og verðlagningar í fjármálum. Lögð er áhersla á kynna fyrir nemendum notkun tölfræði- og stærðfræðilegra aðferða til að greina, verðleggja og afla upplýsinga um fjármálagerninga. Lögð er áhersla á raunveruleg dæmi þar sem nemendur fá þjálfun í að leysa verkefni lík þeim sem þau gætu þurft að leysa í störfum sínum á fjármálamarkaði.

Í tölfræðihluta námskeiðsins verður meðal annars farið yfir hugmyndir um samfelldar og strjálar líkindadreifingar, væntigildi, dreifni og staðalfrávik, öryggisbil, núlltilgátur og línulegar aðhvarfsgreiningar, bæði einfaldar og margvíðar. Einnig verður farið yfir grunnhugmyndir líkansins um verðlagningu eigna (e. Capital Asset Pricing Model, CAPM).

Í verðlagningarhluta námskeiðsins verður farið í verðlagningu á framvirkum samningum á hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri og vaxtaskiptasamningum, byggingu vaxtaferla, auk tegunda og eiginleika valrétta.

X

Eindahagfræði í meistaranámi (HAG125F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum grundvallaratriði í fræðilegri og hagnýttri rekstrarhagfræði (microeconomics) og hvernig unnt er að beita henni við hagræna greiningu ákvarðanatöku, hvort heldur neytenda eða við rekstur fyrirtækja og stofnana, bæði á  markaði og á sviðum hins opinbera. Fjallað er um neyslumarkaði og framleiðslu, skipulag og uppbyggingu markaða, velferðaráhrif markaðsskipulags, markaðsbreytinga og inngripa hins opinbera. Auk fræðilegrar undirstöðu greiningar, er leitast við að fjalla um og leggja hagnýt verkefni fyrir nemendur.

X

Fjármálastærðfræði II (Hagfræði og stærðfræði fjármálamarkaða) (HAG122M)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði tölfræði og verðlagningar í fjármálum. Lögð er áhersla á kynna nemendum fyrir notkun töl- og stærðfræðilegra aðferða til að greina, verðleggja og afla upplýsinga um fjármálagerninga. Lögð er áhersla á raunveruleg dæmi þar sem nemendur fá þjálfun í að leysa verkefni lík þeim sem þau gætu þurft að leysa á vinnustað.

Í tölfræðihluta námskeiðsins verður farið yfir tímaraðagreiningu. Þar verða líkön á borð við sjálfsaðhverf líkön (e. Auto regressive model, AR model) og líkön með hlaupandi meðaltöl (e. Moving-average model, MA model) kynnt til leiks. Einnig samsetning þeirra ARMA, ARIMA og SARIMA líkön. Að lokum verður farið yfir líkön með skilyrða misdreifni eða ARCH og GARCH líkön.

Í verðlagningahluta verður farið í tvíliðutré, Wiener-ferli, hjálparsetningu Ito, líkan Black-Scoles-Merton og verðlagningu á valréttum á hlutabréf og gjaldeyri.

X

Eignir, atferli og áhætta (VIÐ179F)

Námskeiðið snýst um eðli og virkni alþjóðlegra fjármálamarkaða, einkum frá sjónarhóli eignastýringar. M.a. er fjallað um Helstu kenningar um verðmyndun verðbréfa og skilvirkni markaða, kvika bestun eignasafna, árangurs- og áhættumælingar, fjármálakrísur, atferlisfjármál og siðferðileg álitamál. Áhersla er bæði lögð á að nemendur tileinki sér hina tæknilegu hlið námsefnisins, þ.e. séu færir  um að setja fram þau vandamál sem glímt er við með skipulegum hætti og geti notað þær reiknireglur sem til þarf við lausn þeirra og að þeir öðlist góðan skilning á eðli og virkni fjármálamarkaða. Námskeiðið byggir að nokkru á BS námskeiðinu Stýring fjármálasafna og ætlast er til að nemendur hafi annað hvort tekið það eða sambærilegt námskeið áður eða tileinki sér námsefni þess samhliða námsefni þessa námskeiðs.

Námskeiðið er kennt annað hvert ár. Verður næst kennt haust 2024.

X

Vinnumarkaðshagfræði (HAG514M)

Námskeið þetta fjallar um ýmsar hliðar vinnumarkaðar frá hagrænu sjónarmiði. Byrjað er á almennu yfirliti um vinnumarkaðinn. Að því loknu er vikið að framboði vinnu og eftirspurn eftir vinnuafli og mikilvægum þáttum, sem því ráða. Áhersla er lögð bæði á kyrr og tímatengd líkön. Kenningar um mannauð og fjárfesting í menntun. Einnig er fjallað um kjarasamninga, verkalýðsfélög og verkföll auk þess fjallað er um vinnuaflsstýrð fyrirtæki.  Farið verður yfir helstu líkön í þjóðhagfræði af vinnumarkaði, bæði líkön sem byggja á hvatalaunum og leitaratvinnuleysi. Einnig verður fjallað um dreifingu launa og tekna.

X

Fjármögnun fyrirtækja (VIÐ181F)

Valdir þættir úr Fjármálum II BS náms en dýpri. Meðal efnisþátta eru fjármagnskostnaður fyrirtækja, mat og val fjármögnunarkosta til langs tíma og fjármögnunarkosta til skamms tíma, valkostir er varða arðgreiðslustefnu fyrirtækja og fjármagnsskipan, útgáfa hlutafjár, útgáfa skuldabréfa, lánshæfismat, samrunar og yfirtökur og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja. Fjallað er um fjármögnun fyrirtækja frá sjónarhóli bæði fjármálastjórans, sem þarf í senn að kunna skil á hagnýtum og fræðilegum hliðum starfsins, sem og fjárfesta og lánveitenda, sem þurfa að leggja mat á lánshæfi og rekstrarhæfni fyrirtækisins.

X

Virðismat fyrirtækja (VIÐ187F)

Efnisþættir: Verðmat á fyrirtækjum og mat á fjárfestingum. Fjallað er um innihald ársreikninga og greiningu þeirra í tengslum við verðmat og mat á fjárfestingum. Farið er yfir aðferðir sem henta við verðmat á mismunandi fyrirtækjum s.s. rekstrarfélögum, fasteignafélögum, bönkum, tryggingafélögum o.s.frv.

X

Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)

Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.

X

Atvinnuvegahagfræði (HAG512M)

Atvinnuvegahagfræði (industrial organization) er oft lýst sem anga af rekstrarhagfræði, sumir vilja segja hagnýt rekstrarhagfræði (applied microeconomics), og fjallar um ýmsa þætti í skipulagi og atferli fyrirtækja. Hér er byggt verður ofan á þá þekkingu sem nemendur hafa öðlast í fyrri námskeiðum og er áhersla á að auka skilning nemenda á grunnhugtökum og kenningum um verðmyndun á mörkuðum. Önnur og fleiri kenningarleg sjónarmið, svo sem kvik samkeppni, skapandi eyðilegging, einstígur, og kenningar um þróun fyrirtækja og markaða eru kynntar og áhersla er á að nemendur fái víðari sýn á atvinnuvegi en fyrri námskeið hafa sýnt.

Helstu viðfangsefni: Áhrif starfsskilyrða og samkeppni á tekju- og þróunarmöguleika fyrirtækis. Áhrif fjölda samkeppnisaðila, markaðsþróunar, verðaðgreiningar, vöruaðgreiningar, ófullkominna upplýsinga, auglýsinga, rannsókna og vöruþróunar á hagkvæmustu stefnu fyrirtækis og á markaði. Áhrif stefnu eins fyrirtækis á þróun annarra fyrirtækja í atvinnugreininni. Aðgerðir fyrirtækja til að gera öðrum erfiðari aðgang að atvinnugreininni. Áhrif aðgerða einstakra fyrirtækja í atvinnugrein á þróun greinarinnar. Einnig er hagfræðinni beitt til að útskýra tilhögun viðskipta á markaði og skipulag fyrirtækja, svo sem lóðréttra hamla, lóðréttrar samþættingar, og samruna. Þá eru afleiðingar af ýmsum höftum sem lögð eru á fyrirtæki og markaði greindar.

X

Heildahagfræði í meistaranámi (HAG229F)

Markmið námskeiðsins er að kynna aðferðir og aðferðafræði þjóðhagfræðinnar og beita þeim við greiningu ýmissa þjóðhagslegra fyrirbæra. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist getu til sjálfstæðrar hugsunar og greiningar á hinum ýmsu vandamálum. Helstu viðfangsefni: Hagvöxtur til langs tíma, kjörsparnaður og tímatengd hagkvæmni, orsakir tregbreytileika verðlags, skömmtun fjármagns og markaðsbrestir á fjármagnsmörkuðum, atvinnuleysi til lengri tíma og náttúrulegt atvinnuleysi, skammtíma- og langtímasveiflur atvinnu og framleiðslu.

X

Skuldabréf (HAG230F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu tegundir skuldabréfa og skuldabréfaafleiða. Áhersla verður lögð á að fjalla um skuldabréf bæði í alþjóðlegu samhengi og þau atriði sem sérstök eru á innlendum markaði. Meðal efnisatriða eru: hefðbundin, vísitölutengd, innkallanleg, og breytanleg skuldabréf, skulda- og skuldabréfavafningar, skuldaraafleiður og gjaldþrotatryggingar, og skuldabréfa- og vaxtaafleiður. Mismunandi gerðir skuldabréfa og afleiða verða skoðaðar með tilliti til verðlagningar, eignastýringar og áhættustýringar. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi góða undirstöðu í grunnatriðum fjármála, sér í lagi skuldabréfa og afleiða.

X

Hagnýt verkefni í fjármálum (VIÐ272F)

Markmið þessa námskeiðs er að veita nemendum tækifæri til að beita þeim verkfærum og fjármálakenningum, sem þeir hafa lært í öðrum námskeiðum (sjá forkröfur), til að leysa verkefni og greina frá forsendum bakvið ákveðin fræði/líkön/aðferðir, sem verið er að nota.
Raunveruleg verkefni bæta ákvörðunartökuhæfni, með því að takast á við margbreytileg og raunveruleg verkefni. Markmið með verkefnunum er ekki endilega að reikna eitt rétt svar, eins og er almennt í skilaverkefnum í grunnnámi og meistaranámi, heldur að bera kennsl á viðkomandi vandamál og nota viðeigandi fjármálaverkfæri og kenningar, til að takast á við vandamálin. Í verkefnunum er í raun ekki endilega eitt svar, vegna þess að verkefnin eru vísvitandi skrifuð þannig. Það eru hinsvegar hægt að vera með góð rök og slæm rök fyrir lausn á vandamáli. Því er mikilvægt að geta rökstutt, af hverju ákveðið fjármálaverkfæri varð fyrir valinu við lausn á vandamálinu.
Áhersla verður lögð á, að nemendur tileinki sér hina tæknilegu hlið námsefnisins, þ.e. séu færir um að setja fram þau vandamál, sem glímt er við, með skipulegum hætti og geti notað þær reiknireglur, sem til þarf við lausn þeirra.

X

Tölvutækni í fjármálum (VIÐ267F)

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum að beita kenningum fjármálafræðinnar á raunhæf verkefni með aðstoð Excel og Visual Basic. Þannig verða helstu líkön fjármálafræðinnar greind með raungögnum. Í lok námskeiðs eiga nemendur að geta unnið með verðlagningu skuldabréfa, hlutabréfa og afleiða og einnig að geta metið ýmis konar áhættu. Farið verður yfir aðferðir við stjórnun og mat verðbréfasafna, notkun Monte Carlo aðferða við verðlagningu valréttarsamninga, mat á flökti (GARCH), vaxtarófi o.s.frv. Þannig mun námskeiðið kenna nemendum að nota ýmsar aðferðir við beitingu fjármálafræða við úrlausn hagnýtra verkefna.

X

Bankar og fjármálamarkaðir (HAG231F)

Námskeiðið fjallar um hlutverk fjármálastofnana og virkni fjármálamarkaða hérlendis. Farið verður yfir helstu einkenni íslenskra fjármálamarkaða með hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og peninga, auk þess að stikla á stóru í sögu fjármagnsviðskipta og gera grein fyrir leiðni hagstjórnar í gegnum gengi og vexti. Þá er fjallað um helstu fjárfesta á markaði, s.s. lífeyrissjóði, stefnu þeirra og ákvarðanatöku. Ennfremur er farið yfir starfsemi banka, vöxt þeirra og viðgang, og áhrif þeirra á markaði og efnahagslíf. Einnig verður fjallað um hlutverk seðlabanka í hagstjórn, stjórntæki peningamála, miðlun aðgerða hans um fjármálamarkaðina og áhrif á hagkerfið. Loks er fjallað um hlutverk fjármálaeftirlitsins, nýjar reglur um eiginfjárbindingu kenndar við Basel II.

X

Hagkerfi (HAG601M)

Í hagfræði er yfirleitt litið á fyrirtæki, markaði og hagkerfi sem gefnar stærðir og miðað við hefðbundnar ímyndir af þessum fyrirbærum. Í greininni Hagkerfi er skipulag og þróun atvinnulífsins helsta viðfangsefnið. Hagkerfi þróast—iðnbyltingar eiga sér stað—og á hverjum tíma er skipulag atvinnulífsins breytilegt frá einu landi til annars.  Og ný tækni kallar yfirleitt á skipulagsbreytingar. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er farið yfir ýmis fræðileg hugtök, svo sem hagfræði eignarréttar og áhrif viðskiptakostnaðar á skipulag fyrirtækja og gerð samninga. Fjallað er um áhrif óvissu og áhættu á ákvarðanir einstaklinga og hvernig vanþekking, stjórnmál og viðskiptakostnaður takmarka umbætur. Í öðrum hluta er fjallað um uppruna og þróun nútíma markaðshagkerfa á Vesturlöndum og þau öfl sem halda kerfunum gangandi. Einnig er vandi þróunarríkja skoðaður. Í þriðja og síðasta hluta er fjallað um hátækniþjóðfélag samtímans og þær breytingar sem tölvutækni, líftækni og aðrar tækninýjungar hafa í för með sér fyrir skipan eiganrréttar, gerð fyrirtækja, samninga, viðskipti, og dreifingu atvinnugreina milli landa. Einnig er fjallað um áhrif hinnar nýju tækni á mannlífið almennt, svo sem búsetu, nýjar tegundir afbrota og skipulag á vinnumarkaði.
Takið eftir að ætlast er til þess að nemendur komi lesnir í tíma og geti svarað spurningum og rætt texta dagsins.

X

Inngangur að réttarhagfræði (HAG617M)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í réttarhagfræði, sem fjallar um hvernig setning og framkvæmd laga hefur áhrif á hagkerfið. Fjallað verður um helstu hugtök rekstrarhagfræðinnar, sem lögð eru til grundvallar í réttarhagfræðinni eins og verðmyndunarkerfið, mælikvarða á skilvirkni laga (Pareto og Kaldor-Hicks) og Coase kenninguna. Þá verður umfjöllun um helstu undirsvið réttarhagfræðinnar eins og eignarréttarhagfræði, bótaréttarhagfræði, samningaréttarhagfræði, samkeppnisréttarhagfræði og réttarfar og refsiréttarhagfræði. Eftirfarandi eru dæmi um viðfangsefni: Hvaða reglur vernda best réttindi? Hvaða aðstæður réttlæta inngrip ríkisins? Hefur úthlutun réttinda áhrif á skilvirkni framleiðslu í þjóðfélaginu eða getur framsal réttinda með frjálsum samningum aukið hana? Hver er kostnaðurinn og ábatinn, sem fylgir lagasetningu og athöfnum manna? Hvaða reglur lágmarka samfélagslegan kostnað á bótaskyldu tjóni? Hver er skilvirkni samningsbóta og riftunarreglna samninga? Er unnt að skipta ábata af samrunum á milli framleiðenda og neytenda? Er til þjóðhagslega hagkvæm brotatíðni? Hvenær eiga aðilar að leita sátta og hvenær sækja mál fyrir dómstólum? Ef tími leyfir verður einnig umfjöllun um atferlisréttarhagfræði, leikjafræði lögfræðinnar og hugmyndir manna um skilvirkni laga á þjóðveldisöld. Þrátt fyrir að hafa þróast innan lögfræðinnar, hafa margar af helstu kenningum réttarhagfræðinnar verið settar fram af hagfræðingum, eins og t.d. Nóbelsverðlaunahöfundunum Gary Becker, Ronald Coase, Oliver Hart, Elinor Ostrom og Oliver Williamson. Áhersla verður jöfnum höndum á fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins. Ætti námskeiðið að vekja áhuga allra, sem hafa áhuga á áhrifum laga og reglna á athafnir fólks og þjóðhagslegri hagkvæmni laga, og sérstaklega þeirra á sviði lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði og stjórnmálafræði. Einungis er gert ráð fyrir þekkingu á stærðfræði, sem allir nemendur, sem skráðir eru í Háskóla Íslands ættu að uppfylla.  Kennsla verður á íslensku.

X

Samningafærni (VIÐ284F)

Námskeiðið fjallar um samningagerð og samningafærni. Markmið þess er að undirbúa nemendur og veita þeim þjálfun í að takast á við greiningu tækifæra til verðmætasköpunar, lausn ágreinings, samningaviðræður, setja upp samning og útfæra ákvæði hans. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og raunhæf verkefni og æfingar. Í fyrirlestrum eru kynntar fræðikenningar á þessu sviði, og uppbygging og algeng ákvæði samninga eru skoðuð. Verkefnin felast aðallega í samningaæfingum sem taka mið af algengum úrlausnarefnum sem á reynir við samningagerð í viðskiptalífinu.

X

Fyrirtækjaskattaréttur (VIÐ403M)

Framhald af skattskilum I. Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir helstu lög sem snerta atvinnurekstur í landinu. Gerð verður grein fyrir skattlagningu hinna ólíku rekstrarforma, hvaða reglur gilda um skattlagningu við stofnun fyrirtækis, meðan á rekstri stendur og við lok starfsemi. Fjallað verður um skattfrjálsa umbreytingu einstakra fyrirtækjaforma, samsköttun fyrirtækja í rekstri og uppgjör til skatts í erlendum gjaldeyri. Rætt verður um helstu auðkenni skattasniðgöngu og muninn á henni og skattaskipulagningu. Þá verður ítarlega farið yfir lög um virðisaukaskatt og tryggingagjald. Reynt verður að efla sjálfstæði nemanda með úrslausnum dæma og raunhæfra verkefna. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður hafi staðgóða þekkingu á meginreglum íslenskra laga um skattlagningu fyrirtækja.

X

Hagfræðileg ákvarðanataka (HAG015F)

The course has three linked facets (taught in English)and is suitable for students of economics, business, finance and political science.

  • how the human species makes decisions
  • how the decision-weaknesses of others can be strategically exploited
  • insights and tools to improve students’ own decision-making now and in the future.

“Decisions have consequences”. In addition to providing an increased understanding of the science of economic and financial decision-making, this course improves the decision-making of each participant. The ability to make better decisions conveys a life-long, and broad, competitive advantage.

The instructor is an experimental game theorist and practicing strategist and strategic consultant. The course combines new trends in behavioral game theory and scientific strategy with application in business and geopolitics.

The class is interactive. Attendance of at least 80% is required as part of the assessment. The course is thus not suitable for students who cannot attend much due to a conflicting schedule.

Course topics include:

  • Controlling emotion
  • Neurological research on intuition, and leveraging one's own intuition.
  • Influencing the decisions of others.
  • Improving the decisions of groups and teams.
  • Bubbles and crashes in the financial markets: understanding and possibly profiting from cycles.
  • The science of risk versus how humans usually think about risk
  • Mass movements, mobs, violence and crowd control, and strategizing in such situations.
  • Politics behind the scenes.
  • How the human brain really makes decisions (as opposed to the standard economic model of optimization).
  • Identifying common errors and traps that prevent effective decisions.
  • Analyzing one's own decision-making processes and pinpointing problem areas.
  • Techniques to improve one’s judgments and decisions.
X

Náttúruauðlindir og fiskihagfræði (HAG031M)

Markmið þessa námskeiðs er að kynna og útskýra hagræn grundvallarlögmál um nýtingu náttúruaðlinda. Hagkvæmasta nýting í kyrrstæðu og tímatengdu samhengi er leidd út. Ástæðurnar fyrir því að nýting náttúruauðlinda er iðulega ekki hagkvæm eru raktar og útskýrðar. Á þeim grundvelli er fjallað um hagkvæm stjórnkerfi fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Hagfræði fiskveiða, orkulinda og um hverfisgæða er skoðuð sérstaklega. Beitt er er greiningaraðferðum hagfræðinnar

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Hagfræðideild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni 

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.