Skip to main content

Vald, forréttindi og öráreitni: Ráðstefna Jafnréttisdaga

Vald, forréttindi og öráreitni: Ráðstefna Jafnréttisdaga - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. febrúar 2023 12:30 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Jafnréttisdögum 2023 lýkur með eins dags ráðstefnu um Vald, forréttindi og öráreitni, sem er þema daganna í ár.

Á dagskrá eru þrjár málstofur sem nálgast þemað úr ólíkum áttum. Sú fyrsta er haldin í HA, og hinar tvær í HÍ, og ráðstefnan verður einnig í streymi. Samhliða munu ýmis samtök kynna starfsemi sína fyrir utan fyrirlestrasali á Akureyri og í Reykjavík.

Á ráðstefnunni verða kynnt tvö ný verkefni. Annars vegar skýrslan Staðalímyndir í háskólum, sem fjallar um hlutfall kynjanna í háskólanámi, sem Laufey Axelsdóttir, nýdoktor í kynjafræði, vann fyrir samráðsvettvang jafnréttisfulltrúa háskólanna. Hins vegar skýrslan Fötlunarstrit: Reynsla fatlaðra nemenda af námi við Háskóla Íslands, sem Tabú vann fyrir ráð um málefni fatlaðs fólks við HÍ.

Dagskrá:

10:00 – 11:30: Að vera hinsegin í námi og starfi

Hátíðasalur Háskólans á Akureyri og í streymi

Erindi: Ingileif Friðriksdóttir (hún), sjónvarps- og fjölmiðlakona, María Rut Kristinsdóttir (hún), kynningarstýra UN Women og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur hjá BHMFundarstjóri er Kristín Jóhannesdóttir, Sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyarbæjar

12:30 – 14:00: Valdaójafnvægi í þjálfun og kennslu

Hátíðasalur Háskóla Íslands og í streymi

Erindi: Anna Soffía Víkingsdóttir (hún), rannsakandi við Háskólann á Akureyri, Ingi Þór Einarsson (hann), aðjunkt við Háskólann í Reykjavík og Þóra Einarsdóttir (hún), sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista hjá Listaháskóla Reykjavíkur

14:30 – 16:00: Fjölbreytileiki í námi: Í skugga valds, forréttinda og öráreitniHátíðasalur Háskóla Íslands og í streymi

Ávarp: Jón Atli Benediktsson (hann), rektor Háskóla Íslands

Erindi: Birta Ósk Hönnudóttir (hán/hún), meistaranemi í kynjafræði, Chanel Björk Sturludóttir (hún), baráttu- og fjölmiðlakona, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir (hún) og Sigríður Jónsdóttir (hún) hjá Tabú, og Laufey Axelsdóttir (hún), nýdoktor í kynjafræði

Fundarstjóri er Þorgerður Einarsdóttir (hún), prófessor í kynjafræði við HÍ

Léttar veitingar að lokinni dagskrá í Hátíðasal Háskóla Íslands
Að ráðstefnunni stendur samráðsvettvangur jafnréttisfulltrúa háskólanna

Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.

Jafnréttisdagar 2023

Vald, forréttindi og öráreitni: Ráðstefna Jafnréttisdaga