Skip to main content

Ungmenni og kynferðislegt ofbeldi: Forvarnir og viðbrögð

Ungmenni og kynferðislegt ofbeldi: Forvarnir og viðbrögð - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. febrúar 2023 14:00 til 15:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miklar umræður hafa skapast í samfélaginu um það hvernig best sé hægt að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og kynferðisofbeldis. Kallað hefur verið eftir því að gerendur axli ábyrgð, dómstólar hafa verið gagnrýndir og hreyfing hefur verið í átt til slaufunar þessara aðila á opinberum vettvangi til að skapa öruggt rými fyrir þolendur.

En hvernig horfir málið við þegar gerendur eru sjálfir undir lögaldri? Hvernig má skilgreina vanda ungra gerenda og bregðast við honum? Hvernig geta háskólar stutt við þau sem koma með áfallasögur af kynferðisofbeldi á bakinu af fyrri skólastigum? Og hvers konar fræðsla og forvarnir eru nauðsynlegar fyrir nemendur í framhaldsskólum varðandi kynlíf, ofbeldi og virðingu í nánum samskiptum?

Þessi viðburður verður einnig í streymi á Facebook

Fyrirlesarar
-Eygló Árnadóttir (hún), verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum
-Þóra Sigfríður Einarsdóttir (hún), sálfræðingur og formaður fagráðs Háskóla Íslands
-Þórður Kristinsson (hann), kynjafræðikennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, og doktorsnemi við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði HÍPallborð (ásamt fyrirlesurum):
-Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson (hann), doktorsnemi við Heimspeki- og sagnfræðideild á Hugvísindasviði HÍ
-Aron Freyr Kristjánsson (hann), samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfsFundarstjóri er Sigríður Guðmarsdóttir (hún), dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild á Hugvísindasviði HÍ

Að viðburði standa:
Fagráð HÍ, jafnréttisfulltrúi HÍ, jafnréttisnefnd HÍ, mannauðssvið HÍ og Stúdentaráð HÍ, ásamt Félagi kynjafræðikennara í framhaldsskólum.

Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is

Jafnréttisdagar 2023

Ungmenni og kynferðislegt ofbeldi: Forvarnir og viðbrögð