Skip to main content

Ull er ekkert bull: Dans, söngur og taktur í hversdegi Norður-Atlantshafseyja

Ull er ekkert bull: Dans, söngur og taktur í hversdegi Norður-Atlantshafseyja - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. desember 2022 20:00 til 21:00
Hvar 

Oddi

Stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þjóðfræðingurinn og sekkjapípuleikarinn Tiber Falzett sækir okkur heim með fyrirlestri og tónlistarviðburði næstkomandi fimmtudagskvöld.

Hann skoðar flutning og fagurfræði skosk-gelískra vinnusöngva og önnur form hefðbundins samsöngs í Suðureyjum og Nýja-Skotlandi (Nova Scotia). Sérstaklega verður litið til þess hvernig skoskir þjóðfræðingar, og norrænir kollegar þeirra, settu fram vettvangsathuganir sínar á ríkulegri sönghefð svokallaðra ullarþæfingarsöngva eða „waulking songs”. Við skoðum dýnamískt flæði þessarar sönghefðar í tímans ráðs, í tónum og tali, hljóð og mynd og með því að syngja saman við þæfingarborðið (waulking table/a’ chliath-luaidh). Með því að skynja og skilja hreyfingar okkar könnum við þræðina sem liggja á milli hversdagslegrar tjáningar, söngs, dans, hljóðfæraleiks og vinnumenningar sem samfélög eyjarskeggja við Norður-Atlantshaf höfðu í hávegum.

Boðið er upp á samtal, frekari rannsóknir og skapandi samstarf þjóðfræðinga, tónlistarfólks og dansara sem vilja ljá því hversdagslega og óvenjulega eyra og hvernig við höfum haldið takti hvort við annað.

Að fyrirlestrinum loknum verður haldið á Sónó, Norræna húsinu, þar sem boðið verður upp á ýmis konar samspil, samveru og jólaöl (það síðastnefnda gegn vægu gjaldi).

Viðburðinn er haldin í samstarfi námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði við Háskóla Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Öll velkomin! Fyrirlesturinn er á ensku

Hér má finna viðburðinn á Facebook.

Fyrirlestur og skoskir vinnusöngvar með Tiber Falzett - Ull er ekkert bull: Dans, söngur og taktur í hversdegi Norður-Atlantshafseyja

Ull er ekkert bull: Dans, söngur og taktur í hversdegi Norður-Atlantshafseyja