Þéttbýli og byggðamenning um 1700

Árnagarður
Stofa 422
Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Þéttbýli og byggðamenning um 1700. Málstofan er í stofu 422 í Árnagarði, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 16:00-17:00.
Allir velkomnir
Um erindið:
Byggðamenning á Íslandi um 1700 er viðfangsefni erindisins. Manntalið og jarðatalið sem gert var af Árna Magnússyni og Páli Vídalin í byrjun 18. aldar veita einstaka innsýn inn í lífið í landinu. Flestir landsmenn bjuggu til sveita, en fólk bjó líka í hverfum og kálkum, plássum og verslunarstöðum auk þess sem þyrpingar mynduðust í kringum stórbýli og góð fiskimið. Sums staðar var varanleg búseta, annars staðar tímabundin. Byggðamynstrið um 1700 verður skoðað í ljósi sagnaritunar um sögu þéttbýlismyndunar á Íslandi.
Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður.
