Styrkveiting úr Styrktar- og rannsóknarsjóði Þuríðar J. Kristjánsdóttur

Stakkahlíð / Háteigsvegur
Bratti
Styrkveiting úr Styrktar- og rannsóknarsjóði Þuríðar J. Kristjánsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til doktorsnema á Menntavísindasviði, einkum vegna rannsókna á sviði kennslumála.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands afhendir styrkinn.
Styrkveitingin er loka dagskrárliður á opnunarmálstofu Menntakviku sem fram fer 28. -29. september í Stakkahlíð.
---
Um sjóðinn
Styrktar- og rannsóknasjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur var stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands árið 2019. Stofnframlag sjóðsins er gjöf Þuríðar Jóhönnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi prófessors við og aðstoðarrektors Kennaraháskóla Íslands, sem lést árið 2018. Í erfðaskrá sinni arfleiddi hún Háskóla Íslands að húseign sinni og öðrum eigum með það að markmiði að stofna styrktarsjóð. Lesa má nánar um sjóðinn hér