Skip to main content

Stjarnvísindi frá Suðurpólnum

Stjarnvísindi frá Suðurpólnum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. september 2023 19:30 til 20:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Öll velkomin

Dr. Sasha Rahlin, rannsóknarprófessor við Chicago háskóla flytur erindið Stjarnvísindi frá Suðurpólnum. 

Fyrirlesturinn er skipulagður í samstarfi við Sjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjarnvísindafélag Íslands.

Ágrip

Einstök veðrátta á Suðurskautslandinu, og þá sérstaklega Suðurpólnum, opnar fyrir ýmsar stjarneðlisfræðirannsóknir sem væru annars vegar ómögulegar frá jörðu niðri. Í þessum erindi, mun Dr. Sasha Rahlin fjalla um tvo sjónauka sem hafa kortlagt sögu alheimsins frá Suðurskautslandinu. Annars vegar SPIDER sjónaukann, loftbelgstilraun sem flaug upp í heiðhvolfið frá Suðurskautslandinu árið 2015 og svo aftur 2022. Og hins vegar Suðurpólssjónaukann (e. South Pole Telescope), 10-metra sjónauka sem gnæfir yfir Suðurpólshásléttunni og rannsakar ofursvarthol, elsta ljósið í alheiminum og allt þar á milli. Samhliða kynningu á þessum rannsóknum, mun Sasha fjalla um ýmsa þætti daglegs lífs á Suðurskautslandinu og svara spurningum úr sal.

 

Um vísindamanninn

Sasha Rahlin kláraði BSc. í eðlisfræði við MIT árið 2008. Þaðan lá leiðin í doktorsnám við Princeton háskóla þar sem Sasha vann við hönnun og smíði SPIDER sjónaukans og seinna gagnaúrvinnslu. Árið 2015 flutti hún til Chicago þar sem hún hóf störf sem nýdoktor við Fermilab og vann við hönnun, uppsetningu og viðhald á Suðurpólssjónaukanum (SPT). Síðan árið 2014 hefur Sasha farið átta sinnum á Suðurskautslandið. Þar á meðal er heilsársviðvera við Amundsen-Scott stöðinu á Suðurpólnum þar sem hún var yfirmaður rannsókna (e. Science Lead). Hún starfar nú sem rannsóknaprófessor við Chicago háskóla og heldur áfram vinnu sinni tengdri könnun alheimsins.

Dr. Sasha Rahlin, rannsóknarprófessor við Chicago háskóla flytur erindið Stjarnvísindi frá Suðurpólnum. 
Fyrirlesturinn er skipulagður í samstarfi við Sjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjarnvísindafélag Íslands.

Stjarnvísindi frá Suðurpólnum