Skip to main content

Skipaframleiðsla og hagkerfi víkingaaldar

Skipaframleiðsla og hagkerfi víkingaaldar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. október 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 422

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla og deildarforseti Institutt for arkeologi, konservering og historie, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Skipaframleiðsla og hagkerfi víkingaaldar. Málstofan verður í stofu 422 í Árnagarði, þriðjudaginn 3. október kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.

Um fyrirlesturinn:

Tilgáta mín er sú að hagkerfi víkingaldar hafi mótast af þörf á víkingaskipum og að þau hafi verið "fjöldaframleidd", einkanlega á tímabilinu ca. 870-1050. Allir fræðimenn sem hafa rannsakað víkingatímabilið eru sammála um að skip hafi verið ein meginforsenda þess. Þrátt fyrir þetta samkomulag hefur lítið verið skrifað um stærð víkingaskipaflotans, hvað þurfti af hráefnum til að byggja hann, og hvernig sú starfsemi mótaði hagkerfi víkingaaldar. Ástæðan er einföld. Tölfræði víkingaaldar er afleit. Þær fáu tölur sem finnast eru frá umdeildum heimildum. Í flestum tilfellum höfum við engar tölur að styðjast við. Við stöndum því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að loka augunum fyrir spurningum sem þessari. Hins vegar að kasta fram hugmyndum sem í langflestum tilfellum er ekki hægt að færa sérlega góð rök fyrir. Ég hef valið seinni kostinn í von um að það auki skilning okkar á hagkerfi tímabilsins.

Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla og deildarforseti Institutt for arkeologi, konservering og historie.

Skipaframleiðsla og hagkerfi víkingaaldar