Skip to main content

Skattar og myndun ríkisvalds á Íslandi á 12. og 13. öld

Skattar og myndun ríkisvalds á Íslandi á 12. og 13. öld - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. apríl 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem hann nefnir „Skattar og myndun ríkisvalds á Íslandi á 12. og 13. öld“. 

Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 4. apríl kl. 16:00–17:00.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um skattheimtu á Íslandi fyrir daga ríkisvalds og fyrstu áratugina eftir innleiðslu þess. Meðal þess sem verður til umfjöllunar eru þingfararkaup, tíund, ostatollur og sauðatollur. Þetta verður rætt í samhengi við þróun valds á Íslandi og þá sérstaklega innleiðingu svæðisbundins valds og ríkjamyndun í kringum 1200. Einnig verður vikið að þróun skattheimtu í Noregi, innleiðslu konungsskatts á Íslandi og ráðstöfun hans fyrstu áratugi valdstjórnar á Íslandi.

Sverrir Jakobsson.

Skattar og myndun ríkisvalds á Íslandi á 12. og 13. öld