Self-Study Teacher Research as a Movement for Inside-Out Educational Change
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Stofa H-001
Vinnustofa: Self-Study Teacher Research as a Movement for Inside-Out Educational Change
Kathleen Pithouse-Morgan, prófessor við menntavísindasvið háskólans í Nottingham og heiðursprófessor við háskólann í KwaZulu-Natal heldur vinnustofu 4. desember kl. 13-15 í stofu H-001 í Stakkahlíð.
Þessi vinnustofa er ferðalag inn að kjarna starfstengdrar sjálfsrýni (self-study), umbreytandi rannsóknarnálgunar, sem hófst snemma á tíunda áratugnum og hefur síðan þá haft mikil áhrif á kennslu- og kennaramenntun víða um heim.
Á vinnustofunni gefst tækifæri til að læra af reynslu fjögurra merkra suður-afrískra skólakennara - Khulekani Luthuli, Ntokozo Mkhize, S'phiwe Madondo og Nonthuthu Phewa - sem hafa nýtt sér starfstengda sjálfsrýni í doktorsrannsóknum sínum. Sögur þeirra eru ekki aðeins frásagnir heldur geta orðið innblástur til faglegra umbreytinga í menntun.
Við köfum í grunnmarkmið starfstengdrar sjálfsrýni og prófum nokkrar af þeim fjölbreyttu leiðum sem hægt er að nýta. Í gegnum þá vinnu munum við ræða mikilvægar áherslur rannsókna eins og siðfræði, gæði og trúverðugleika.
Taktu þátt í að skoða áhrifahrifamátt hversdagslegra hluta í menntarannsóknum og að teikna minningar. Markmið Kathleen að virkja þátttakendur til að skoða og skilja áherslur þínar og tilgang sem kennari og rannsakandi betur.
Að vinnustofu lokinni verður áframhaldandi samtal við Morgan. Ath.Vinnustofan fer fram á ensku.
---
Kathleen Pithouse-Morgan er prófessor við menntavísindasvið háskólans í Nottingham og heiðursprófessor við háskólann í KwaZulu-Natal. Rannsóknir hennar á fagnámi styðja kennara til að líta á sig sem skapandi og drífandi námsmenn, tilbúna til að leiða breytingar í eigin starfsaðstæðum. Í starfi sínu fléttar hún saman starfstendri sjálfsrýni, ljóðrænni rýni, vinnu með minningar, sjálfsþátttökurannsóknir og frásagnarrýni. Í gegnum listrænar aðferðir stuðlar hún að og rannsakar samsköpun í rannsóknum og menntun.
Kathleen er meðstjórnandi áhugahóps um Arts-Based Educational Research (SIG) í British Educational Research Association (BERA). Hún er fyrrum formaður áhugahóps starfstengdrar sjálfsrýni í kennaramenntun (S-STEP) hjá American Educational Research Association (AERA). Hún er einnig fyrrum stjórnandi áhugahóps um Self-Reflexive Methodologies hjá South African Education Research Association (SAERA). Kathleen starfaði áður Við KwaZulu-Natal háskólann í Suður-Afríku og hlaut viðurkenningu the Higher Education Learning and Teaching Association of Southern Africa‘s National Exellence in Teaching fyrir að efla rannsóknarmiðaða kennslu. Árið 2020 hlaut Kathleen SAERA Research heiðurviðurkenningu fyrir framúrskarandi framlag til menntarannsókna í Suður-Afríku.
Kathleen Pithouse-Morgan, prófessor við menntavísindasvið háskólans í Nottingham og heiðursprófessor við háskólann í KwaZulu-Natal heldur vinnustofu 4. desember kl. 13-15 í stofu H-001 í Stakkahlíð.