Skip to main content

PAN SEAL - tækifæri til starfsþjálfunar

PAN SEAL - tækifæri til starfsþjálfunar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
31. janúar 2023 12:30 til 13:00
Hvar 

Í streymi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

VIÐBURÐUR Í STREYMI

Kynntir verða möguleikar sem bjóðast stúdentum HÍ á starfsþjálfun hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) og Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) í gegnum evrópsku PAN SEAL starfsþjálfunaráætlunina. 

Eiríkur Sigurðsson er nýr samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Hann hefur viðamikla reynslu af kynningar- og markaðsmálum, nýsköpun og menntamálum eftir störf fyrir nokkur fremstu nýsköpunarfyrirtæki landsins og Háskólann í Reykjavík.

Oddur Sturluson er verkefnisstjóri Nýsköpunarstofu menntunar og nýsköpunartengdra viðburða hjá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við ráðgjöf og verkefnastjórnun í nýsköpunartengdum verkefnum síðan 2013 og hefur aðstoðað hátt í 80 tækni- og nýsköpunarfyrirtæki við að stækka og þróast.

Viðburðurinn er hluti af Atvinnudögum HÍ

Kynntir verða möguleikar sem bjóðast stúdentum HÍ á starfsþjálfun hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) og Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) í gegnum evrópsku PAN SEAL starfsþjálfunaráætlunina. 

PAN SEAL - tækifæri til starfsþjálfunar