Skip to main content

Nýtt upphaf

Nýtt upphaf - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. september 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Stapi

- stofa 210

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Trans baráttukonan Jessica Lynn heldur fyrirlestur sem byggður er á hennar eigin reynslu sem trans kona og foreldri. Í kjölfar fyrirlestursins mun hún eiga í samræðum við Örnu Magneu Danks trans baráttukonu og fræðara og Birtu Ósk Hönnudóttur trans rannsakanda og aktívista.

Viðburðurinn er samstarf kynjafræðinnar við Háskóla Íslands, Samtakanna 78, Q félags hinsegin stúdenta og Femínistafélags Háskóla Íslands.

Jessica Lynn er kunn trans baráttukona, fræðari og aktívisti. Hún hefur sem trans kona og foreldri helgað líf sitt baráttunni fyrir aukinni vitund um og viðurkenningu á stöðu trans og kynsegin fólks. Hún hefur haldið erindi víða, starfað með heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi, er alþjóðlegur sendiherra Kinsey stofnunarinnar við Indiana háskóla í Bandaríkjunum og svokölluð fyrirmynd Stonewall skólans í Bretlandi. Jessica hefur á undanförnum árum ferðast víða og haldið erindi í 29 löndum með það að markmiði að fræða almenning um stöðu trans fólks.

Viðburður fer fram á ensku.

Jessica Lynn trans baráttukona, aktívisti og fræðari.

Nýtt upphaf