Skip to main content

Miðbiksmat í vélaverkfræði - Yagiz Bostanci

Miðbiksmat í vélaverkfræði - Yagiz Bostanci - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. október 2022 14:00 til 15:00
Hvar 

VR-II

Langholt

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar: Samþætt greining jarðhitakerfa (Interdisciplinary integrated Geothermal System Utilization)

Doktorsefni: Yagiz Bostanci

Doktorsnefnd:
Gunnar Gunnarsson, sérfræðingur í forðafræðirannsóknum hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Halldór Pálsson,  prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Magnús Þór Jónsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ

Ágrip

Skipulag jarðhitavinnslu hefur afgerandi áhrif á sjálfbærni jarðhitasvæða. Flókið samband lektar, vatnsheldni eða vökva- og varmarýmdar og streymi í borholum eru þættir sem hafa áhrif á sjálfbæra nýtingu jarðhitageymis. Markmið verkefnisins er að þróa samþætt jarðhitakerfis- og vinnslulíkan sem tengir saman ferlið frá jarðhitageymi til raforkuframleiðslu. Með samþættingunni er leitast við að draga úr annmörkum sem felast í því að greina kerfið með sjálfstæðum og ótengdum líkönum. Til að ná þessum markmiðum er mikilvægt að greina helstu annmarka þess að greina ferlið með sjálfstæðum einingum eins og líkani af jarðhitageymi, sem jarðhitavökvinn er unninn úr, borholu og gufusöfnunarkerfi sem flytur vökvann frá jarðhitageyminum til raforkuvinnslu og vinnslukerfi fyrir orkuverið sem framleiðir raforkuna. Í verkefninu er þróað borholulíkan sem er tengt við jarðhitalíkan (AUTOUGH og TOUGH2) og vinnslulíkan (Vinnslu- og borholulíkön eru þróuð í Python). Lokamarkmið verkefnisins er að þróa heildstætt kerfi sem stuðlar að sjálfbærni við nýtingu jarðhitasvæða.

Yagiz Bostanci

Miðbiksmat í vélaverkfræði - Yagiz Bostanci