Skip to main content

Miðbiksmat í jarðvísindum - Christian Klopsch

Miðbiksmat í jarðvísindum - Christian Klopsch - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. maí 2023 12:30 til 14:30
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hlekkur á streymi: https://eu01web.zoom.us/j/69266351555

Heiti ritgerðar: Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi á Íslandi.

Doktorsefni: Christian Klopsch

Doktorsnefnd:

Anna Guðrun Þórhallsdóttir – Prófessor, Háskólinn á Hólum
Áslaug Geirsdóttir – Prófessor, Háskóli Íslands
Björn Þorsteinsson – Prófessor, Landbúnaðarháskoli Íslands
René van der Wal – Prófessor, Sænski landbúnaðarháskólinn
Richard Bardgett – Prófessor, Háskólinn í Manchester

Ágrip

Hækkandi magn koltvísýrings í andrúmslofti af völdum manna veldur loftslagsbreytingum sem stefnir lífsviðurværi manna og margra annarra lífvera í hættu. Þó það kunni að hljóma þversagnakennt þá hefur verið sýnt fram á þrátt fyrir að náttúruleg beit fjarlægi lífmassa ofanjarðar þá getur beitin aukið kolefnismagn neðanjarðar, og þar með myndað hinn dæmigerða kolefnisríka graslendis-jarðveg. Þannig gæti beit á graslendi verið öflug aðferð til að fjarlægja CO2 úr andrúmsloftinu með því að auka kolefnisforða jarðvegs. Á Íslandi hefur búfjártengd landnotkun verið talin ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda og beit verið tengd eyðingu gróðurþekju og jarðvegs. Hér hefur alveg verið horft fram hjá mögulegum jákvæðum áhrifum beitar til að binda kolefni í jarðvegi íslenskra beitilanda. Í doktorsverkefni mínu rannsaka ég hvaða áhrif beit hefur á kolefnishringrás íslenskra graslendis-vistkerfa. Í því skyni skoða ég óáborið graslendi á láglendi allt í kringum landið og ber saman svæði sem hafa verið í samfelldri beit öldum saman við svæði sem notið hafa beitarverndar í áratugi. Markmið verkefnisins er að bæta skilning okkar á tengslum beitar og kolefnishringrásar í graslendi og stuðla að því að bæta kolefnisjafnvægi búfjárbeitar. Árið 2022, safnaði ég gögnum á Norður- og Austurlandi til að rannsaka (1) kolefnisflæði, (2) lífrænar og ólífrænar vistkerfisbreytur, (3) gróðursamsetningu, (4) lífmassa ofanjarðar ( 5) rótarþéttleika og (6) magn jarðvegskolefnis niður á 60 cm jarðvegsdýpi. Fyrstu niðurstöður sýna að nettóupptaka kolefnis var að meðaltali ~50% lægri á langtíma beitarvernduðum svæðum samanborið við beitt svæði. Staðbundinn munur á kolefnisflæði er knúinn áfram af breyttri vergri frumframleiðslu (GPP) og öndun vistkerfa. Aðrar mældar vistkerfisbreytur verða einnig fyrir marktækum áhrifum af útilokun beitar. Þessar niðurstöður benda til þess að jákvætt samband sé á milli beitar og kolefnisbindingar í íslensku graslendi. Frekari gagnagreining á lífrænum kolefnismælingum jarðvegs munu leiða í ljós hvort munur á flæði kolefnis á vaxtarskeiði framkalli nettóbreytingar á kolefnisgeymslu jarðvegs. Það verður greint í næsta skrefi verkefnisins.

Christian Klopsch

Miðbiksmat í jarðvísindum - Christian Klopsch