Skip to main content

Meistaraspjall með úkraínska kvikmyndaleikstjóranum Sergei Loznitsa

Meistaraspjall með úkraínska kvikmyndaleikstjóranum Sergei Loznitsa - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. apríl 2023 10:00 til 16:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Úkraínuverkefni HÍ kynnir í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Bíó Paradís námskeiðið: Meistaraspjall með úkraínska kvikmyndaleikstjóranum Sergei Loznitsa. Sergei Loznitsa hefur leikstýrt 22 heimildamyndum og fjórum leiknum kvikmyndum sem unnið hafa til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna.

Meistaraspjall Sergei Loznitsa fer fram í Bíó Paradís, föstudaginn 14.apríl kl. 10:00-16:00 og hefst á sýningu á myndinni Babi Yar. Context. Síðan mun Loznitsa segja frá tilurð myndarinnar og vinnuaðferðum sínum. Spjallið fer fram á ensku. Öll velkomin! Námskeiðið er ókeypis en skráning er nauðsynleg fyrir 11.apríl. Smellið hér til að skrá þátttöku.

Sergei Loznitsa (f. 1964) er margverðlaunaður kvikmyndagerðarmaður sem leikstýrir bæði  heimilda- og leiknum kvikmyndum. Hann lauk námi í hagnýtri stærðfræði frá Kyiv Polytechnic. Eftir nokkurra ára starf hjá Cybernetics-stofnuninni í Kænugarði lærði hann kvikmyndagerð við Kvikmyndastofnunina (VGIK) í Moskvu og útskrifaðist aðan árið 1997.

Námskeiðið mun veita innsýn í hinar ýmsu hliðar og áskoranir sem fylgja því að búa til heimildarmyndir úr safnaefni eins og The Natural History of Destruction frá árinu 2022. Loznitsa fjallar einnig um leiknar myndir sínar svo sem eins og Donbass frá 2018 sem lýsir fáránleika og ofbeldi stríðs rússa gegn Úkraínu sem hófst árið 2014.

Fyrstu tvær leiknu kvikmyndir hans My Joy (Schastye moe), 2010 og In the Fog (V tumane), 2012 voru heimsfrumsýndar á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem In the Fog hlaut FIPRESCI verðlaunin. Heimildarmynd Loznitsa í fullri lengd, Maidan, um úkraínsku byltinguna, var frumsýnd árið 2014 í Cannes. Heimildarmyndin The Event (Sobytie) sem endurskoðar dramatísk augnablik ágúst 1991 í Sovétríkjunum, var frumsýnd á Feneyja-tvíæringnum árið 2015. Í kjölfarið fylgdi Austerlitz einnig árið 2016 með heimsfrumsýningu í Feneyjum, heimildarmynd þar sem fylgst er með gestum sem skoða fangabúðir/söfn í Þýskalandi. Þriðja kvikmynd Loznitsa í fullri lengd, A Gentle Creature (Krotkaya),var frumsýnd í Cannes árið 2017 og tilnefnd til Gullpálmans. Árið 2018 frumsýndi Loznitsa þrjár nýjar myndir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum: Victory Day, sem var tekin upp í Treptower Park í Berlín, var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Berlínog tilnefnd besta heimildarmyndin.

Í kjölfarið var fjórða leikna kvikmynd Loznitsa, Donbass, frumsýnd í Cannes í Un Certain Regard hlutanum og hann verðlaunaður sem besti leikstjórinn.

Næsta heimildamynd sem byggði á safnaefni Réttarhöldin, sýnir fyrstu Moskvuréttarhöldin frá 1930. Myndin var frumsýnd á Biennale di Venezia í Feneyjum í september sama ár. Árið 2019 var „State Funeral“, heimildarmynd Loznitsa, frumsýnd utan keppni á 76. Biennale di Venezia. Myndin er gerð úr að mestu óséðu myndefni frá því í mars 1953 og sýnir jarðarför Jósefs Stalíns sem hápunkt persónudýrkunar einræðisherrans.

Næsta mynd leikstjórans var Herra Landsbergis, epísk heimildarmynd um baráttu Litháens við að endurheimta sjálfstæði sitt. Hún var valin besta kvikmyndin á alþjóðlegu heimildamyndahátíðinni í Amsterdam (IDFA) árið 2021.

The Natural History of Destruction, er nýjasta heimildamynd Sergei Loznitsa, og var hún frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2022.

 

 

Sergei Loznitsa

Meistaraspjall með úkraínska kvikmyndaleikstjóranum Sergei Loznitsa