Kynningarfundur – Niðurstöður PISA 2022

Háskólatorg
Litla-Torg
Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun boða til opins kynningarfundar um niðurstöður PISA könnunarinnar 2022, þriðjudaginn 5. desember kl. 15:00 – 17:00 á Litla-Torgi, Háskóla Íslands. Á fundinum munu sérfræðingar kynna niðurstöður, greina þær og kynna tillögur að mögulegum framfaraskrefum.
Fundinum verður streymt. Hér er hlekkur á streymi
Þau sem fylgjast með streymi geta komið á framfæri spurningum til frummælenda í gegnum vefinn. Vinsamlegast farið inn á Slido og setjið inn kóða viðburðarins: 4142463
Dagskrá:
15:00 Setning - Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
15:05 Ávarp - Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar
15:15 Niðurstöður PISA 2022 - Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, sérfræðingur, Menntamálastofnun
15:40 Stærðfræðilæsi: Rýnt í niðurstöður - Freyja Hreinsdóttir, prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
16:00 Lesskilningur: Rýnt í niðurstöður - Sigríður Ólafsdóttir, dósent, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
16:10 Náttúruvísindalæsi: Rýnt í niðurstöður - Haukur Arason, dósent og Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
16.20 Niðurstöður PISA: Næstu skref - Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
16:30 Umræða með þátttöku hagaðila
16:50 Ávarp - Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
Fundarstjóri: Berglind Gísladóttir, lektor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Vakin er athygli á að á vorönn 2024 munu Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun í samstarfi við Mennta- og barnamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands og Heimili og skóla standa fyrir röð málstofa þar sem fjallað verður nánar um niðurstöður PISA rannsóknarinnar á einstökum sviðum.
Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun boða til opins kynningarfundar um niðurstöður PISA könnunarinnar 2022, þriðjudaginn 5. desember kl. 15:00 – 17:00 á Litla-Torgi, Háskóla Íslands. Á fundinum munu sérfræðingar kynna niðurstöður, greina þær og kynna tillögur að mögulegum framfaraskrefum. Fundinum verður streymt. Hér er hlekkur á streymi
Þau sem fylgjast með streymi geta komið á framfæri spurningum til frummælenda í gegnum vefinn. Vinsamlegast farið inn á Slido og setjið inn kóða viðburðarins: 4142463
