Japanshátíð 2023

Hvenær
28. janúar 2023 12:30 til 17:00
Hvar
Veröld - Hús Vigdísar
Nánar
Aðgangur ókeypis
Hin árlega Japanshátíð verður haldin laugardaginn 28. janúar 2023 í Veröld – húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.
Japanska söngkonan og lagahöfundurinn Yuzu Natsumi / なつみゆず, sem búsett er í New York, verður sérstakur gestur hátíðarinnar í ár en hún leikur á hefðbundna japanska strengjahljóðfærið „shamisen“.
Meðal annars sem boðið verður upp á eru námskeið í Mangateikningu, GO og Origami, auk þess sem sýndar verða bardagaíþróttir og japanskar kvikmyndir.
Aðgangur á hátíðina er ókeypis og öll velkomin.
Japanska söngkonan og lagahöfundurinn Yuzu Natsumi / なつみゆず verður sérstakur gestur hátíðarinnar í ár.
