Skip to main content

Hvernig minnkum við útblástur koldíoxíðs og hvað er nýjast í þróun á rafhlöðum?

Hvernig minnkum við útblástur koldíoxíðs og hvað er nýjast í þróun á rafhlöðum? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. júní 2023 10:30 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 9. júní kl. 10:30 – 12:00 halda Dr. Gill Pratt, forstjóri Toyota Research Institute (TRI), og Dr. Brian Storey, framkvæmdastjóri á sviði orku og efnarannsókna hjá TRI, fyrirlestra í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Skráning á viðburðinn

Dr. Gill Pratt mun í fyrirlestri sínum fjalla um hvernig minnka má útblástur CO2 og ber fyrirlesturinn yfirskriftina “How to reduce CO2 as much as possible, as soon as possible”

Dr. Brian Storey mun kynna nýjustu rannsóknir TRI á rafhlöðuframleiðslu og ræða þörfina á nýjum hráefnum í rafhlöður.

Pallborðsumræður verða í lokin.

Nánar um fyrirlesara

Dr. Gill Pratt er yfirvísindamaður Toyota Motor Corporation og stýrir Toyota Research Institute. Hjá TRI leiðir hann rannsóknir sem miða að því að að búa til ný verkfæri og möguleika sem miða að bættri tilvist mannsins með rannsóknum á sviði orku og efna, mannmiðaðrar gervigreindar, gagnvirks aksturs, vélnáms og vélfærafræði.

Dr. Pratt státar af yfirgripismikilli reynslu innan akademíu og atvinnulífs starfaði m.a. áður sem dósent í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum. Rannsóknir hans beindust að vélfærafræði og greindarkerfum og á hann nokkur einkaleyfi tengd vélfærafræði, snjall-gervilimum og stoðtækjum, tölvuhönnun og raforkukerfum fyrir bíla.

Dr. Pratt lauk doktorsgráðu í heimspeki og MS- og BS-gráðum í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði, öllum frá MIT. 

Dr. Brian Storey stýrir sviði orku- og efnarannsókna hjá Toyota Research Institute þar sem unnið er að þróun nýrra lausna sem nýtast munu í samgöngum án útblásturs.

Dr. Storey, lauk doktorsgráðu frá University of California, MS-námi frá háskólanum í Illinois og BS-námi frá Texasháskóla í Austin, öllum í vélaverkfræði.

Föstudaginn 9. júní kl. 10:30 – 12:00 halda Dr. Gill Pratt, forstjóri Toyota Research Institute (TRI) og dr. Brian Storey framkvæmdastjóri á sviði orku og efnarannsókna hjá TRI fyrirlestra í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Hvernig minnkum við útblástur koldíoxíðs og hvað er nýjast í þróun á rafhlöðum?