Skip to main content

Hvað er hugsun? – Fræðslufundur fyrir almenning

Hvað er hugsun? – Fræðslufundur fyrir almenning - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. janúar 2023 13:00 til 14:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvað er hugsun? er fræðslufundur sem Íslensk erfðagreining stendur að næstkomandi laugardag. Þar munu 4 valinkunnir fyrirlesarar velta fyrir sér hvernig hugsun fæðist og hvaða þýðingu fyrirbærið hugsun hefur fyrir alla okkar tilveru.

Kári Stefánsson fjallar um það hvernig hugsanir ráða flestu í okkar lífi (jafnvel samsetningu líkama okkar) þótt við höfum næstum enga hugmynd um það hvað hugsun sé eða hvernig hún verður til

Jörgen L. Pind, fyrrverandi prófessor við HÍ,  ætlar að grípa niður í heimspeki nýaldar frá Descartes til Johns Stuart Mill, þar sem liggja rætur hinnar „sálarlausu sálfræði“ sem varð til á síðari hluta 19. aldar og velta upp hugmyndum um hugsun eins og þær birtast þar. Því næst ætlar hann að segja frá rannsóknum á hugsun, einkum þeirra Tverskys og Kahnemanns, en Kahnemann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir þær árið 2002. Loks fjallar Jörgen um vitundina og leggur út frá tveimur tilvitnunum í skrif Kierkegaards og horfir frá þeim til nútímalegra hugtaugavísinda.

Nanna Briem nálgast hugsun frá sjónarhóli geðlæknisins og veltir upp þeim breytingum sem geðrænir sjúkdómar valda á hugsun og hvernig þær stjórna líðan okkar.

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur  slær botninn í umræðurnar með því að ræða hugsun eða öllu heldur hugsunarleysi ljóðsins, heila á hestbaki, halastjörnur, stangveiði, ljósakrónur, spámanninn Esekíel og James Webb-sjónaukann, og gerir atlögu að því að útskýra hvers vegna það eru sextán mánuðir í árinu.

Það eru allir hjartanlega velkomnir á fundinn sem er haldinn í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 102 Reykjavík, laugardaginn 21. janúar, og stendur frá klukkan 13 til 14.30.

Fundinum er einnig streymt beint af Facebook-síðu Íslenskrar erfðagreiningar.

Hvað er hugsun? er fræðslufundur sem Íslensk erfðagreining stendur að næstkomandi laugardag. Þar munu 4 valinkunnir fyrirlesarar velta fyrir sér hvernig hugsun fæðist og hvaða þýðingu fyrirbærið hugsun hefur fyrir alla okkar tilveru.

Hvað er hugsun? – Fræðslufundur fyrir almenning