Hugleiðingar á krossgötum: Kína í gegnum ljósmyndir Isabellu Bird

Háskólatorg
Stofa 300
Amy Matthewson flytur fyrirlestur um ljósmyndir Isabellu Bird á vegum Konfúsíusarstofnunar í stofu 300 á Háskólatorgi, þriðjudaginn 21. mars kl. 12-13.
Um fyrirlesturinn
Í fyrirlestrinum verða ljósmyndir Isabellu Bird til umfjöllunar sem hún tók á ferðalögum sínum um Kína við lok 19. aldar. Mikill áhugi hefur kviknað á Bird sem óhræddum ferðalangi á Viktoríutímanum, þar sem frægar ævintýraferðir hennar, einni á ferð um heiminn, storkuðu hugmyndum samfélagsins um hlutverk kynjanna.
Að kona hafi ferðast einsömul, seint á 19. öld, um afskekkt svæði heimsins og birt um það skrif sín og ljósmyndir er stórmerkilegt.
Þrátt fyrir vaxandi áhuga á Bird, einblína flestir á skrif hennar og eru ljósmyndir hennar aðeins skoðaðar sem hluti af stærri umræðu. Í þessum fyrirlestri er athyglinni beint að myndefninu sjálfu og ljósmyndaframsetning Bird af Kína rannsökuð út frá skilningsvitund hennar. Markmiðið er að kanna hvernig kerfi menningar, stjórnmála og einstaklingsbundinnar sjálfsvitundar tengjast í skapandi starfsháttum.
Um fyrirlesarann
Amy Matthewson lauk doktorsprófi í sagnfræði frá School of Oriental and African Studies (SOAS), University of London. Rannsóknir hennar rannsaka kynþáttatengsl í gegnum sjónræna og efnislega menningu, nánar tiltekið samband Kína við heimssamfélagið seint á nítjándu öld og snemma á tuttugustu öld. Hún hefur sérstakan áhuga á breskum og kínverskum samskiptum sem og ferlum hugmyndafræði og þekkingarfræði.
Amy Matthewson
