Skip to main content

Hlutverk Indlands í breyttum heimi – India@75

Hlutverk Indlands í breyttum heimi – India@75 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. ágúst 2022 10:00 til 11:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opinn fyrirlestur varautanríkisráðherra Indlands föstudaginn 19. ágúst

Fyrirlesturinn verður haldinn í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 10. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Á þessu ári eru liðin 75 ár frá því að Indalnd varð sjálfstætt ríki og 50 ára frá því að Ísland og Indland tóku upp stjórnmálasamband. Eiga ríkin í margvíslegu samstarfi, m.a. á sviði viðskipta, menningarmála, vísinda og tækni, tungumálakennslu o.fl.

Föstudaginn 19. ágúst kl. 10 heldur Meenakashi Lekhi, varautanríkisráðherra Indlands, opinn fyrirlestur sem ber titilinn „Hlutverk Indlands í breyttum heimi – India@75“. Í fyrirlestrinum verður fjallað um tengsl Íslands og Indlands á umliðinni hálfri öld, framlag ríkjanna á alþjóðlegum vettvangi, lærdóma af heimsfaraldrinum og loftslagsmál.

Meenakashi Lekhi starfaði sem lögfræðingur um árabil og var fyrst kjörin til setu á indverska þinginu 2014. Hún hefur m.a. getið sér orð fyrir baráttu sína fyrir félagslegum umbótum og réttindum kvenna og barna.

Föstudaginn 19. ágúst kl. 10 heldur Meenakashi Lekhi, varautanríkisráðherra Indlands, opinn fyrirlestur sem ber titilinn „Hlutverk Indlands í breyttum heimi – India@75“.

Hlutverk Indlands í breyttum heimi – India@75