Heilaþroski barna í menguðum heimi: Ójöfnuður og tækifæri

Zoom
Fyrirlesari: Kam Sripada við Norska vísinda- og tækniháskólann (NTNU) í Þrándheimi, fimmudaginn 2. febrúar 2023, kl. 09:00 GMT/10.00 CET
Skráning fer fram hér: https://ucph-ku.zoom.us/webinar/register/WN_3OZLpUHuTYO4jCVOPEXu8A
Um fyrirlesturinn
Þroski heilans fyrstu árin eftir fæðingu leggur grunn að ævilangri vitrænni starfsemi, afköstum í daglegum störfum og geðheilbrigði. Samt eru börn í daglegu umhverfi sínu umkringd eftirlitslausri blöndu af eitruðum efnum. Eitraðir málmar, rafrænn úrgangur, loftmengun, mengun vegna átaka og óprófuð efni í almennum varningi mynda efnakokteil sem ógnar á heimsvísu heilsu barna og þroska þeirra í móðurkviði. Mengun er tengd minni taugaþroska, svo sem lægri greindarvísitölu, hegðunarvandamálum og meiri hættu á taugahrörnunarsjúkdómum. Á sama tíma grafa loftslagsbreytingar tengdar mengun undan möguleikum barna um allan heim til þroska og lífsviðurframfæris.
Kam Sripada er með doktorsgráðu í taugavísindum og er framkvæmdastjóri Centre for Digital Life Norway, landsmiðstöð fyrir líftæknirannsóknir, nýsköpun og starfsþjálfun.
Um Nordic Global Health Talks
Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 09:00 GMT/10:00 CET getur þú farið inn á rafræna málstofu sem er skipulögð af 12 norrænum háskólum þar sem hnattræn heilsa er til umræðu. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og frjáls öllum sem hafa áhuga á fræðigreininni og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla, en forskráning er nauðsynleg.
Hér má finna frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina:
https://globalhealth.ku.dk/nordic-talks
Kam Sripada við Norska vísinda- og tækniháskólann (NTNU) í Þrándheimi
