Skip to main content

Háskólinn og heimsmarkmiðin – Nýsköpun og uppbygging, morgunverðarfundur

Háskólinn og heimsmarkmiðin – Nýsköpun og uppbygging, morgunverðarfundur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. janúar 2020 8:45 til 10:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Beint streymi verður af viðburðinum
Öll velkomin

Knýjandi þörf að breyta heiminum með nýsköpun

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lýsa helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Níunda markmiðið snýr að nýsköpun og styrkingu innviða og hvetur þjóðir heims til leggja áherslu á nýsköpun og rannsóknir, að breyta innviðum og stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu.

„Þetta heimsmarkmið er í raun og veru ekki markmið í sjálfu sér, heldur er það markmið að öðrum heimsmarkmiðum, eins og að eyða fátækt og takast á við loftslagsvá. Nýsköpun er í raun leið okkar til þess að dreifa hagsæld og leysa áskoranir og breyta heiminum. Vegna þess að við vitum að við þurfum að breyta heiminum. Að dreifa hagsæld er eiginlega stærsta áskorunin í heimsmarkmiðunum.“

Þetta segir Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands sem mun fara ofan í saumana á nýsköpun og uppbyggingu ásamt Berglindi Rán Ólafsdóttur framkvæmdastýru Orku náttúrunnar, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á þriðja viðburði raðarinnar Háskólinn og heimsmarkmiðin, þriðjudaginn 21. janúar kl. 8.45-10.00.

Beint streymi verður af morgunverðarfundinum:

Um viðburðaröðina
Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Öll aðildarríki samtakanna hafa samþykkt að innleiða markmiðin.

Þegar horft er til markmiðanna er ljóst að margt er undir og því gríðarlega mikilvægt að sérfræðiþekking og rannsóknir séu nýttar til lausnar á þeim viðamiku áskorunum sem heimsmarkmiðin lýsa. Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif og takist á við þær flóknu áskoranir sem Ísland og heimurinn standa frammi fyrir. Þess vegna hefur skólinn ýtt úr vör viðburðaröðinni Háskólinn og heimsmarkmiðin, þar sem áhersla verður á öll sjálfbærnimarkmiðin sautján og skrefin sem taka þarf til þess að ná þeim.

Viðburðaröðin er haldin í samvinnu við Stjórnarráðið. Eitt heimsmarkmið verður tekið fyrir í hverri viðburðalotu þar sem framúrskarandi fræðimönnum frá öllum fræðasviðum Háskóla Íslands verður teflt fram ásamt lykilfólki úr íslensku samfélagi, til að kryfja og ræða þau brýnu verkefni sem tengjast hverju markmiði.

Sjá nánar á heimasíðu Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin á vefsíðu Stjórnarráðsins www.heimsmarkmidin.is.

Öll velkomin.

Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um nýsköpun og uppbyggingu hér heima og erlendis á morgunfundi þriðjudaginn 21. janúar.

Háskólinn og heimsmarkmiðin – Nýsköpun og uppbygging