Skip to main content

Fyrirlestur um verðlaunahafa Fields-verðlaunanna 2022

Fyrirlestur um verðlaunahafa Fields-verðlaunanna 2022 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. nóvember 2022 17:00 til 18:15
Hvar 

Háskólatorg

Stofa 105

Nánar 
Öll velkomin

Fields-verðlaunin í stærðfræði þykja ein mesta viðurkenning sem stærðfræðingi getur hlotnast.  Þau eru veitt á fjögurra ára fresti, einum til fjórum stærðfræðingum sem eru yngri en 40 ára, fyrir meiriháttar framlag til stærðfræðirannsókna.  Árið 2022 hlutu Hugo Duminil-Copin, June Huh, James Maynard og Maryna Viazovska verðlaunin.

Á fyrirlestrinum munu fjórir stærðfræðingar við Háskóla Íslands halda stutt erindi um verðlaunahafana og rannsóknir þeirra. Fyrirlesararnir eru Anders Claesson, Valentina Giangreco Puletti, Álfheiður Edda Sigurðardóttir og Adam Timar.

Fyrirlestrarnir verða ýmist á ensku eða íslensku og eru miðaðir að öllum þeim sem hafa áhuga á stærðfræði, en ekki er gengið út frá því að áhorfendur hafi sérfræðiþekkingu í faginu.

 Fyrirlesturinn er í boði íslenska stærðfræðifélagsins