Skip to main content

Fyrirlestur - Páll Þórðarson - Uppbygging Ástralska RNA vistkerfisins

Fyrirlestur - Páll Þórðarson - Uppbygging Ástralska RNA vistkerfisins - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. júní 2023 11:00 til 12:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Páll Þórðarson, prófessor í efnafræði, University of New South Wales (UNSW) og forstjóri UNSW RNA Institute Sydney, Ástralíu mun halda fyrirlestur í Öskju undir yfirskriftinni Uppbygging Ástralska RNA vistkerfisins (e. Building the Australian RNA ecosystem). 

Páll Þórðarson hefur starfað sem prófessor í efnafræði við University of New South Wales síðan 2007 þar sem hann stundar rannsóknir á sviði nanomedicine, supramolecular og lífeðlisfræðilegrar efnafræði. Undanfarin ár hefur hann leitt hóp vísindamann sem hafa byggt upp rannsóknir á svið líf- og efnafræði RNA sem hefur nú leitt til nýrrar stofnunar sem nefnist UNSW RNA Institute og er leidd af Páli. Páll hefur einnig leitt samstarf 14 háskóla í New South Wales um uppbyggingu á svið RNA með það að markmiði að efla rannsóknir á sviðinu en einnig setja traustar stoðir undir RNA-iðnaðinn í Ástralíu. Páll mun segja okkur frá þessu starfi og hvernig ætlunin er að byggja upp þekkingu á RNA í Ástralíu.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

 

Páll Þórðarson, prófessor