Skip to main content

Frá bróðurparti til systkinalags: kynja og margbreytileikasjónarmið á „karllægum“ sviðum?

Frá bróðurparti til systkinalags: kynja og margbreytileikasjónarmið á „karllægum“ sviðum? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. mars 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

Odd1-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kynjafræði og Jafnréttisdagar bjóða ykkur velkomin á málstofu um hagnýtingu jafnréttisfræða fimmtudaginn 23. mars kl. 12-13 í Odda-101.

Erindin eiga það sameiginlegt að fjalla um kynja- og margbreytileikasjónarmið á „karllægum“ sviðum. Á málstofunni verður sjónum beint að stefnu stjórnvalda um aðlögun að loftslagsmálum, lýðheilsumati Borgarlínu og menningu innan STEM námsgreina. Erindin byggja á verkefnum nemenda í námskeiðinu Hagnýting jafnréttisfræða, en þau eru unnin í samstarfi við Stjórnarráðið, Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands.

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Björgheiður Margrét Helgadóttir: Aðlögun að loftslagsbreytingum: erum við að gleyma einhverjum? Setjum upp kynja- og margbreytileikagleraugun

Loftslagsváin er aðal áskorun samtímans og breytingar af hennar völdum nálgast hratt. Stjórnvöld hafa unnið metnaðarfulla vinnu til að kortleggja þessar breytingar og sett sér stefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum. Í erindinu verður stefna stjórnvalda skoðuð með gagnrýnum augum út frá kynja- og margbreytileika sjónarhorni og dregin fram þau sjónarmið sem gætu hafa gleymst.

  • Amna Hasecic: Borgalínan fyrir öll: lýðheilsumat út frá kynja- og margbreytileikasjónarmiðum

Með Borgarlínunni er verið að ráðast á einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir hér á landi - metnaðafull uppbygging samgönguinnviða sem samkvæmt lýðheilsumati mun hafa jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu allra. Í erindinu verður lýðheilsumatið skoðað út frá kynja og -margbreytileikasjónarmiðum. 

  • Unnur Lárusdóttir: Kynjaðar námsgreinar: Reynsla kvenna í „STEM-greinum“ við Háskóla Íslands

Konur eru enn í minnihluta nemenda í STEM greinum. Í erindinu verða kynntar niðurstöður eigindlegrar rannsóknar af upplifun kvenna af námi í „karllægum“ námsgreinum við Háskóla Íslands. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu ár, en að enn sé þörf á aðgerðum til þess brjóta upp kynjaðar staðalímyndir og jafna hlutfall kynjanna í náminu.

Í verkefnunum beita nemendur aðferðafræði samþættingar og kynjaðra fjármála á valda stefnu eða starfsemi hjá samstarfsaðilum námskeiðsins, og byggt á ígrunduðu jafnréttismati leggja nemendur fram tillögur um hvernig megi stuðla að framgangi jafnréttismála.

Sjá einnig Facebook viðburð málstofunnar.

Frá bróðurparti til systkinalags: kynja og margbreytileikasjónarmið á „karllægum“ sviðum?

Frá bróðurparti til systkinalags: kynja og margbreytileikasjónarmið á „karllægum“ sviðum?