Skip to main content

Fjöltyngdar fjölskyldur og skólastarf

Fjöltyngdar fjölskyldur og skólastarf - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. september 2023 9:00 til 15:00
Hvar 

Grand Hotel Reykjavík, Háteigur 4.hæð

Nánar 
Þátttökugjald er 3000 kr.

Ráðstefnan Fjöltyngdar fjölskyldur og skólastarf fer fram 21. september kl. 9-15 á Grand Hotel Reykjavík.

Tungumálastefna, fjöltyngi og skólastarf verða í brennidepli á ráðstefnunni. Fyrirlesarar koma frá Svíþjóð, Belgíu, Krít, Noregi, Bretlandi og Kanada og fjalla um móttökudeildir, skólaþróun og menntastefnu, rannsóknir og þróunarverkefni í samstarfi við leik- og grunnskóla, tungumálastefnu, tengsl kennara og foreldra og sjálfsmyndir barna sem alast upp við mörg tungumál.

Meðal fyrirlesara verður Jim Cummins en hann er vel þekktur fræðimaður og frumkvöðull á þessu sviði. Erindi hans nefnist Multilingual development and literacy socialization: Creating a foundation for educational success in the preschool and primary school years.  

Rannsóknarhópur um tungumálastefnu og starfshætti fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Deild kennslu- og menntunarfræði við HÍ. Rannsóknarhópurinn stýrir stórri rannsókn hér á landi sem styrkt er af RANNÍS og verða hún kynnt á ráðstefnunni.

Ráðstefnan á erindi við kennara og stjórnendur á öllum skólastigum, fræðafólk, stefnumótunaraðila og fjölmiðla. Erindi og umræður verða á ensku. 

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér 

Athugið! Þátttökugjald er 3.000kr. Hádegisverður og kaffi er innifalið.

Fjöltyngdar fjölskyldur og skólastarf

Dagskrá

09:00 -
Tungumálastefna og starfshættir fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun / Language policies and practices of diverse immigrant families in Iceland and their implications for education Rannsóknarhópur: Hanna Ragnarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Renata Emilsson Peskova, Samúel Lefever, Anh-Dao K. Tran, Anna Katrín Eiríksdóttir, Artëm Ingmar Benediktsson, Kriselle Suson Jónsdóttir, Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
09:40 -
Engaging in conversations on multilingualism via work on Critical Multilingual Language Awareness in a preparatory class in Sweden: Scenarios of possibility. Christina Hedman, Stockholm University.
10:20 -
Kaffi / Coffee break.
10:40 -
Beyond binaries. How to integrate multilingualism and language of schooling in education? Piet Van Avermaet, University of Ghent.
11:20 -
Research on family language policies: Evidence from the Greek context. Aspa Chatzidaki, University of Crete.
12:00 -
Hádegismatur / Lunch.
12:40 -
Linguistic and cultural diversity in kindergarten and schools. Adding new knowledge to teaching practices. Lars Anders Kulbrandstad & Lise Iversen Kulbrandstad, Inland Norway University of Applied Sciences.
13:20 -
Exploring the way pre-school practitioners and parents from South Asian Diaspora in the UK perceive and construct young children's identities. Dalvir Gill, University of Roehampton.
14:00 -
Multilingual development and literacy socialization: Creating a foundation for educational success in the preschool and primary school years. Jim Cummins, University of Toronto.
14:40 -
Samantekt og ráðstefnulok / Concluding remarks.