Fjármálakerfið á tímum loftslagsbreytinga

Hvenær
10. febrúar 2023 11:00 til 12:00
Hvar
Oddi
Stofa 312
Nánar
Aðgangur ókeypis
Málstofa á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Fyrirlesari er dr. Łukasz Kurowski, lektor í SGH hagfræðiskólanum í Varsjá og ráðgjafi banka í loftslagsmálum.
Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir áhrifum loftslagsbreytinga á bankakerfið, skipt í efnislega áhættu og umbreytingaráhættu. Settar verða fram tvær rannsóknartilgátur um kerfisbundið eðli loftslagsáhættu og áhrif loftslagsbreytinga á hættu af útlánum til heimila. Einnig verður fjallað um málefni eins og loftslagsfræðslu, orðsporsáhættu og grænþvott.
Dr. Łukasz Kurowski, lektor í SGH hagfræðiskólanum í Varsjá og ráðgjafi banka í loftslagsmálum.
