Skip to main content

Doktorsvörn í læknavísindum - Arnar Jan Jónsson

Doktorsvörn í læknavísindum - Arnar Jan Jónsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. júní 2023 11:00 til 14:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 23. júní 2023 ver Arnar Jan Jónsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Chronic kidney disease in Iceland: Prevalence, incidence, risk factors and outcomes. Langvinnur nýrnasjúkdómur á Íslandi: Algengi, nýgengi, áhættuþættir og afdrif.

Andmælendur eru dr. Alberto Ortiz, prófessor við Jiménez Diaz-heilsustofnunina, University of Madrid, Spáni, og dr. Dorothea Nitsch, prófessor við London School of Hygiene and Tropical Medicine and Royal Free London NHS Foundation Trust.

 Umsjónarkennari var Runólfur Pálsson, prófessor og leiðbeinandi var Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðilæknir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Bjørn Odvar Eriksen, prófessor og Sigrún Helga Lund, prófessor.

Dr. Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 11.00.

Ágrip

Langvinnur nýrnasjúkdómur (LNS) er álitinn vera lýðheilsuvandamál vegna veikindabyrði, aukinnar dánartíðni og mikils kostnaðar við meðferð lokastigsnýrnabilunar. Markmið rannsóknarverkefnisins var að kanna algengi, nýgengi og áhættuþætti LNS í almennu þýði á Íslandi ásamt afdrifum einstaklinga, miðað við ströng skilmerki KDIGO. Auk lækkaðs reiknaðs gaukulsíunarhraða (r-GSH) var leitað eftir öðrum teiknum um nýrnaskemmdir og langvinnt ástand (>90 daga) var sett sem skilyrði. Einnig voru metin áhrif aldursaðlagaðra GSH-viðmiða á faraldsfræði LNS. Þá voru skoðuð tengsl áhættuþátta við tilkomu LNS. Síðast en ekki síst voru tengsl r-GSH og hættu á dauða og alvarlegum hjarta-og æðasjúkdómum áætluð með því að nota samsett líkan.  

Aflað var gagna fyrir 218.437 einstaklinga ≥18 ára á Íslandi á árunum 2008-2016. Aldursstaðlað algengi samkvæmt GSH-viðmiðum KDIGO var 5,9% og þegar aldursaðlöguðum viðmiðum fyrir GSH var beitt lækkaði algengið í 3,6%. Árlegt aldursstaðlað nýgengi var 0,67% en það lækkaði í 0,55% þegar notast var við aldursaðlöguð GSH-viðmið. Áhættuþættir fyrir þróun LNS voru bráður nýrnaskaði, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómar en tengsl áhættuþátta voru breytileg eftir stigi LNS. Tengsl prótínmigu og dauða voru til staðar í öllum flokkum r-GSH óháð aldri. Ekki voru marktæk tengsl milli r-GSH 45-59 ml/mín./1,73 m2 án prótínmigu og dauða hjá einstaklingum >65 ára. Tengsl voru á milli r-GSH >104 ml/mín./1,73 m2 og dauða hjá bæði einstaklingum ≤65 og >65 ára en voru þó sterkari hjá þeim eldri.

Niðurstöðurnar sýna að þegar ströngum skilmerkjum er beitt reynist algengi lægra en fundist hefur í flestum öðrum birtum rannsóknum, auk þess sem nýgengi er lágt. Jafnframt að innleiðing aldurstengdra GSH-viðmiða dregur enn frekar úr áætluðu algengi og nýgengi LNS. Tengsl áhættuþátta við dánartíðni reyndust breytileg eftir stigum LNS. Marktæk tengsl r-GSH við dauða styðja að hluta til notkun aldurstengdra GSH-viðmiða í skilgreiningu á LNS. Hár r-GSH reyndist hafa marktæk tengsl við aukna hættu á dauða og þarfnast það frekari rannsókna.

Abstract

Chronic kidney disease (CKD) is considered a global public health problem, resulting in substantial morbidity and cost of care. The aim of this thesis was to estimate the prevalence and incidence of CKD in the general population in Iceland, with strict adherence to the KDIGO criteria. In addition to reduced estimated glomerular filtration rate (eGFR), multiple markers of kidney damage were used, and the 90-day chronicity criterion was required was . Furthermore, to evaluate the effect of employing age-adapted GFR thresholds on the prevalence of CKD, and to assess risk factors for development of various stages of incident CKD. Finally, to estimate the association between eGFR and all-cause mortality and major cardiovascular events in the general population, employing a joint model.

Data on 218,437 persons, aged ≥18 years, in Iceland were retrieved for the years 2008 to 2016. According to the KDIGO criteria, the age-standardized prevalence of CKD was 5.9%, compared with 3.6% when age-adapted eGFR thresholds were used. The mean annual age-standardized incidence was 0.67% using the KDIGO criteria compared with 0.55% when age-adapted GFR thresholds were employed. Risk factors associated with development of CKD were acute kidney injury, diabetes and cardiovascular disease, although the risk varied according to CKD stage. Proteinuria associated with increased risk of all-cause mortality for all eGFR categories regardless of age. In the absence of proteinuria, an eGFR of 45-59 mL/min/1.73 m2 was not associated with increased mortality risk in persons aged >65 years. An eGFR >104 mL/min/1.73 m2 was associated with increased mortality both in those aged ≤65 and >65 years, although the effect was stronger in the older age group.

The results highlight the importance of strictly adhering to the KDIGO criteria when assessing the epidemiology of CKD. This approach results in a lower prevalence than has been observed in most previous studies, as well as a low incidence. Moreover, the application of age-adapted eGFR thresholds further reduces the CKD prevalence and incidence estimates. Risk factors differ with regard to the development of individual CKD stages. The association between eGFR and mortality, explored by employing a joint model, lend support to the use of age-adapted eGFR thresholds. A high glomerular filtration needs to be studied in more detail with respect to mortality.

Um doktorsefnið

Arnar Jan Jónsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík vorið 2008. Arnar hóf nám í læknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2008, lauk bakkalárgráðu 2011 og embættisprófi vorið 2014. Hann stundar nú sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar Arnars eru Jan Ólafsson og Sveinbjörg Guðmundsdóttir. Arnar var kvæntur Gunnhildi Völu Hannesdóttur og saman eiga þau dæturnar Ragnheiði Elínu og Þorgerði Önnu. Gunnhildur lést árið 2019. Arnar er í sambúð með Helgu Björk Brynjarsdóttur.

Arnar Jan Jónsson ver doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 23. júní

Doktorsvörn í læknavísindum - Arnar Jan Jónsson