Skip to main content

Doktorsvörn í kynjafræði - Laufey Axelsdóttir

Doktorsvörn í kynjafræði - Laufey Axelsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. janúar 2019 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal Háskóla Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar: Kynjuð valdatengsl í æðstu stjórnunarstöðum. Starfsþróun, kynjakvótar og kynjajafnvægi í fjölskylduábyrgð (e. Gendered Power Relations in Top Management. Career Progression, Gender Quotas, and Gender-Balanced Family Responsibility)

Doktorsefni: Laufey Axelsdóttir

Andmælendur: Dr. Siri Terjesen, prófessor og fræðimaður við American University, Management Dept. og prófessor við Norwegian School of Economics, og dr. Cathrine Seierstad, lektor í alþjóðlegri mannauðsstjórnun við University of London, School of Business and Management.

Leiðbeinandi: Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Aðrir í doktorsnefnd eru dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, og dr. Sigtona Halrynjo, fræðimaður við Institutt for samfunnsforskning, Oslo.

Doktorsvörninni stýrir: Dr. Maximilian Conrad, deildarforseti Stjórnmálafræðideildar

Efniságrip: Viðfangsefni rannsóknarinnar er kynjaójafnvægi í æðstu stöðum atvinnulífsins á Íslandi. Markmiðið er að varpa ljósi á hvernig kynjuð valdatengsl í samfélaginu hafa áhrif á tækifæri kvenna og karla í atvinnulífinu með því að rannsaka viðhorf til kynjakvóta (e. gender quotas), starfsþróun og fjölskylduábyrgð stjórnenda. Áhersla er á að skapa þekkingu sem hægt er að nýta til að stuðla að auknu kynjajafnvægi í æðstu stjórnunarstöðum.

Rannsóknin byggir á eigindlegum og megindlegum gögnum. Ásamt því að nýta opinber gögn eins og þingskjöl og blaðagreinar þá eru eru nýtt spurningalistagögn og unnið úr viðtölum við æðstu stjórnendur í fyrirtækjum.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kynjuð valdatengsl í samfélaginu hafa ýtt undir lóðrétta kynjaskiptingu á vinnumarkaðnum og stuðlað að ólíkum tækifærum fyrir konur og karla í atvinnulífinu. Til að stuðla að auknu kynjajafnvægi er mikilvægt að afbyggja karllæga menningu innan fyrirtækja með breyttu verklagi við ráðningar og auknu kynjajafnvægi í fjölskylduábyrgð. Kynjakvótar hafa nú þegar haft áhrif á kynjuð valdatengsl í stjórnum þar sem konum hefur fjölgað. Aftur á móti benda niðurstöðurnar til þess að stjórnendur séu andsnúnir frekari áhrifum kynjakvóta og minnkar sú andstaða smitáhrif yfir í framkvæmdastjórnir fyrirtækja. Engu að síður sýnir rannsóknin hvernig kynjakvótar gætu skapað vettvang fyrir slíkar breytingar þar sem breytt kynjatengsl geta stuðlað að jafnari tækifærum fyrir konur og karla.

Abstract: This research explores the persistent inequality in top management positions in Iceland and aims to understand how gendered power relations in the society influence women’s and men’s opportunity structure in the economy by examining gender quotas, career progression, and family responsibility. The study aims to produce knowledge that can be utilized to support more gender balance in top-management positions, thus to challenge the status quo. 

The research draws on both qualitative and quantitative data. Parliamentary documents and newspaper articles are analysed, as well as survey and interview data with top managers.

The results shows how gendered power relations in the society have supported vertical gender segregation in the economy, and contributed to women’s and men’s dissimilar opportunities in organizations. The findings stress the need to deconstruct the male culture by addressing the companies’ recruitment procedures and support more equal family responsibilities between women and men. The gender quotas have already impacted the gendered power relations on company boards by increasing the number of women on the boards. However, the findings indicate that the managers may be resisting further impact from the quotas into executive management. Nevertheless, the research illustrates how the quotas might create a platform of security from which further changes could come, as changing gender relations can provide gendered opportunities.

 

 

Um Laufeyju Axelsdóttur: Laufey er fædd í Reykjavík árið 1976. Hún lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og MA prófi í kynjafræði frá sama skóla árið 2013. Helstu rannsóknaráherslur hennar eru kynjakvótar og kynjajafnvægi í atvinnulífinu. Samhliða námi hefur hún sinnt rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Laufey er í hjónabandi með Arnóri Barkarsyni tölvunarfræðingi og eiga þau tvö börn

Kynjuð valdatengsl í æðstu stjórnunarstöðum