Skip to main content

Áhrif umhverfiseiturefna í æsku á vöxt og þroska barna

Áhrif umhverfiseiturefna í æsku á vöxt og þroska barna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. mars 2023 9:00 til 10:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Syed Moshfiqur Rahman, Uppsalaháskóla, Svíþjóð, fimmudaginn 30. mars 2023, kl. 09:00 GMT/10.00 CET

Skráning fer fram hér: https://ucph-ku.zoom.us/webinar/register/WN_3OZLpUHuTYO4jCVOPEXu8A

Um fyrirlesturinn

Tilgátan um snemmbærar orsakir heilbrigðis og sjúkdóma (DOHaD) og nýlegar rannsóknarniðurstöður benda til þess að næringarskortur og snemmbær áhrif af völdum eiturefna í umhverfinu stuðli að þróun efnaskiptaheilkennis síðar á ævinni. Umhverfistengdir barnasjúkdómar er stórt alþjóðlegt lýðheilsuvandamál, einkum í lág- og meðaltekjulöndum. Í Bangladess, lægra meðaltekjuríki, höfum við komið á fót langsniðshópi móður og barns í dreifbýli á svæði sem kallast Matlab; verkefnið hefur fengið heitið MINIMat: Næringarinngrip mæðra og ungbarna, Matlab. Verkefnið var tímamótaverkefni til að varpa ljósi á tengslin milli þess að verða fyrir áhrifum af eiturefnum í umhverfinu og efnaskiptasjúkdóma, næringar og seinkunar á þroska. Að teknu tilliti til metnaðarfullra Heimsmarkmiða þurfa öll lönd að leggja sig fram um að skilja, viðurkenna og forgangsraða verkefnum sem lúta að því að koma í veg fyrir áhrif eiturefna í umhverfinu og efla fræðslu um næringu og þroska barna.

Um Nordic Global Health Talks

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 09:00 GMT/10:00 CET getur þú farið inn á rafræna málstofu sem er skipulögð af 12 norrænum háskólum þar sem hnattræn heilsa er til umræðu. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og frjáls öllum sem hafa áhuga á fræðigreininni og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla, en forskráning er nauðsynleg.

ATH: Vegna páskahátíðar verður fyrirlestur apríl mánaðar 2023 viku fyrr en venjulega.

Hér má finna frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina:

https://globalhealth.ku.dk/nordic-talks

 

Syed Moshfiqur Rahman, Uppsalaháskóla, Svíþjóð

Áhrif umhverfiseiturefna í æsku á vöxt og þroska barna