Skip to main content

Afhending Vigdísarverðlaunanna 2023

Afhending Vigdísarverðlaunanna 2023 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. október 2023 13:00 til 14:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Anne Carson, sérfræðingur í klassískum fræðum, skáld og þýðandi, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2023. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningar og þýðingastarfs.

Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar.

Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra munu afhenda Carson verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 6. október næstkomandi og mun Carson flytja erindi af því tilefni.

Viðburðurinn er öllum opinn en hann verður einnig í beinu streymi.

Nánar um Carson

Anne Carson, sérfræðingur í klassískum fræðum, skáld og þýðandi, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2023. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi mennta- og viðskiptaráðherra munu afhenda Carson verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 6. október næstkomandi og mun Carson flytja erindi af því tilefni.

Afhending Vigdísarverðlaunanna 2023