Skip to main content

Áfangamat Jóhanns Björnssonar við Menntavísindasvið

Áfangamat Jóhanns Björnssonar við Menntavísindasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. október 2020 10:00 til 11:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áfangamat Jóhanns Björnssonar við Menntavísindasvið

For English see below

8. október nk. mun fara fram mat á doktorsverkefni Jóhanns Björnssonar doktorsnema við Menntavísindasvið. Heiti verkefnisins er:

Education and Reflective Thinking:

Philosophy’s role in Compulsory Education

Join Zoom Meeting

https://eu01web.zoom.us/j/68964622291

Meeting ID: 689 6462 2291

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Jóhann rannsóknarskýrslu sína á Zoom kl. 10.00– 11:00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsmönnum Menntavísindasviðs. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrslu Jóhanns Björnssonar. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Jóhanns Björnssonar, þeim: dr Atla Harðarsyni dósent á Menntavísindasviði, meðleiðbeinanda  dr. Hönnu Ragnarsdóttur prófessor á Menntavísindasviði og  sérfæðingi í doktorsnefnd dr. Birni Þorsteinssyni, prófessor við Háskóla Íslands ; utanaðkomandi prófdómurum, dr. Róbert  Jack  aðjúnkt við Menntavísindasvið og dr. Wouter Sanderse dósent við Universiteit voor Humanistiek í Utrecht í Hollandi,

Anna Kristín Sigurðardóttir er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.