Áfangamat: Flora Tietgen
Stakkahlíð / Háteigsvegur
H101
Áfangamat: Flora Tietgen fimmtudaginn 14. september kl. 09:00.
Reynsla innflytjendakvenna af ofbeldi í nánu sambandi og viðbrögð frá stofnunum á Íslandi
Markmið verkefnisins er að kanna reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánum samböndum og viðbrögðum þjónustu stofnanna á Íslandi. Verkefnið byggir á póststrúkturalískum feminískum kenningum, samtvinnun og póstkólónialiskum kenningum til að greina flókin valdatengsl og ögra þannig núverandi orðræðu um innflytjendakonur og þarfir þeirra. Með því að greina viðtöl við innflytjendakonur og þjónustuaðila gefur verkefnið innsýn í reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánu sambandi, þarfir þeirra og stuðningsleit.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Flora rannsóknarskýrslu sína kl. 9–10 í stofu H-101 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/61696073724
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr. Margunn Björnholt, prófessor við University of Bergen, Noregi og dr. James Gordon Rice, prófessor við Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi er dr. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, dósent við Menntavísindasvið og meðleiðbeinandi dr. Jón Ingvar Kjaran prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.