Skip to main content

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar III

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar III - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. apríl 2023 13:00 til 15:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Stofa: H-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar III

> Að koma kenningum í framkvæmd <

Dagana 17., 18. and 24. apríl 2023. Sérfræðingarnar Tomás Aylward og Erwin Borremans koma í heimsókn til Íslands og halda nokkra fyrirlestra og vera með smiðjur um útivist án aðgreiningar.

Um ræðir samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Ísland – Miðstöðvar útivistar og útináms og Samtaka áhugafólks um útinám. 

Þriðji og síðasti dagur í fyrirlestrarröðinni fer fram mánudaginn 24. apríl í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð // Stofa H-101

Vinsamlegast skráðu þig hér 

Dagskrá:

13.00-13:45 - Fyrirlestur: Fólk með fötlun sem heimsborgarar: Áhrif ævintýra úti sem hvati til að auka vitund um náttúru og skilning á ógnunum vegna loftslagsbreytinga.

Áskoranir sem tengjast loftslagskreppu og sjálfbærni nútímasamfélags eru í brennidepli. Varnarleysi jarðarinar og allra tegunda hennar eru reglulega umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Allir íbúar jarðar, fatlaðir og ófatlaðir, verða jafnt fyrir áhrifum af aðgerðum eða aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Sjálfbærni og tenging við náttúruna er hluti af ýmsu markvissum útinámi, en sjaldnar vísað til þess í sérhæfðum áætlunum fyrir fötluð börn. Fagfólk ber skylda til að tryggja að sjálfbærni og umhverfismenntun sé einnig í boði fyrir fatlað fólk eins og aðra samborgara okkar.

14-15:30 Vinnusmiðja: Að þróa rannsóknarverkefni (extended-campus research programme) um ævintýri og fólk með fötlun 

Í vinnustofu fyrir fagfólk og rannsakendur verða tækifæri til rannsókna könnuð. Ræddir verða möguleikar á samstarfi við Unesco Unitwin Chair við MTU. UNESCO Chair in Inclusive Physical Education, Sport, Recreation and Fitness hvetja til rannsókna sem brúa bilið á milli stefnu og þátttöku fatlaðs fólks í hreyfingu, íþróttum, ævintýramenntun og útivist.

Um fyrirlesara:

Tomás Aylward - MSc og doktorsnemi

Tomás er lektor við School of Health and Social Sciences við Munster Technological University á Atlantshafsströnd Írlands. Hann hefur kennt útinámi og aðlagaða hreyfingu í 22 ár. Kennsla og rannsóknir Tomásar  beinst að því að þróa sérhæfðar þjálfunaráætlanir fyrir þá sem leiða ævintýranám og útivist fyrir fólk með fötlun. Hann er námsstjóri BA í útinámi við MTU. tomas.aylward@mtu.ie

Erwin Borremans, PhD

Fyrirlesari í aðlagaðri íþróttakennslu og forstöðumaður fyrir LIVE Vocational College á 10 háskólasvæðum sem dreifast um Suður-Finnland. Starf Erwins felur í sér að samþætta útimenntun og hreyfingu utandyra í sérstakar áætlanir sem unnið er eftir. Erwin er menntaður sjúkraþjálfari með meistaragráðu í aðlagaðri íþróttakennslu og doktorsgráðu í Adapted Physical Education. Greinar eftir Erwin hefa birst í fjölda fræðitímarita á sviði APA og APE, tók þátt í skipulagningu heimsráðstefnu ISAPA um APA í Finnlandi árið 2021 og er kennari við tvo háskóla á sínu sérsviði erwin.borremans@inlive.fi

.

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar III