Skip to main content

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar II

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar II - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. apríl 2023 13:00 til 16:00
Hvar 

Hlaðan í Gufunesi - Miðstöð útivistar og náms.

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar II

> Að koma kenningum í framkvæmd <

Dagana 17., 18. and 24. apríl 2023. Sérfræðingarnar Tomás Aylward og Erwin Borremans koma í heimsókn til Íslands og halda nokkra fyrirlestra og vera með smiðjur um útivist án aðgreiningar.

Um ræðir samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Ísland – Miðstöðvar útivistar og útináms og Samtaka áhugafólks um útinám. 

Annar dagur í fyrirlestrarröðinni fer fram þriðjudaginn 18. apríl. Staðsetning: Hlaðan í Gufunesi - Miðstöð útivistar og útináms.

Vinsamlegast skráðu þig hér 

Dagskrá:

13-13:45 Fyrirlestur: Að vera úti og Upplifa úti: Staðartengd nálgun sem leið til að byggja upp sjálfsgetu fatlaðs fólks úti

Kynnt sú tvöfalda áskorun sem felst í því að vera virkur utandyra. Í fyrsta lagi að rata utandyra og láta sér líða vel. Í öðru lagi að öðlast sjálfsöryggi að hreyfa sig úti í náttúrunni á mismunandi yfirborði. Náttúrulegt yfirborð er ólík parket- eða teppalögðum rýmum innandyra eða malbikuðum göngustígum utandyra sem algengt er að nýta með fötluðu fólk.

14-16:00 Vinnustofa: Aðferðir í verki

Í vinnustofunni munu Erwin og Tomás leiða aðlagað útinám í verki þar sem nemar í starfstengdu diplómanámi við Háskóla Íslands taka þátt í verkefnum sem mið að því að örva áhuga, hreyfingu og könnun á útiumhverfi. Fagfólki gefst kostur á að fylgjast með og öllum verður boðið upp á að taka þátt í að ræða þær aðferði sem verða reyndar og ýmis álitamál sem tengjast aðlagaðri útivist og ævintýranámi..

Um fyrirlesara:

Tomás Aylward - MSc og doktorsnemi

Tomás er lektor við School of Health and Social Sciences við Munster Technological University á Atlantshafsströnd Írlands. Hann hefur kennt útinámi og aðlagaða hreyfingu í 22 ár. Kennsla og rannsóknir Tomásar  beinst að því að þróa sérhæfðar þjálfunaráætlanir fyrir þá sem leiða ævintýranám og útivist fyrir fólk með fötlun. Hann er námsstjóri BA í útinámi við MTU. tomas.aylward@mtu.ie

Erwin Borremans, PhD

Fyrirlesari í aðlagaðri íþróttakennslu og forstöðumaður fyrir LIVE Vocational College á 10 háskólasvæðum sem dreifast um Suður-Finnland. Starf Erwins felur í sér að samþætta útimenntun og hreyfingu utandyra í sérstakar áætlanir sem unnið er eftir. Erwin er menntaður sjúkraþjálfari með meistaragráðu í aðlagaðri íþróttakennslu og doktorsgráðu í Adapted Physical Education. Greinar eftir Erwin hefa birst í fjölda fræðitímarita á sviði APA og APE, tók þátt í skipulagningu heimsráðstefnu ISAPA um APA í Finnlandi árið 2021 og er kennari við tvo háskóla á sínu sérsviði erwin.borremans@inlive.fi

.

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar II