Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti: Stjörnur og norðurljós með Sævari Helga við Kaldársel

Með fróðleik í fararnesti: Stjörnur og norðurljós með Sævari Helga við Kaldársel - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. janúar 2024 20:00 til 22:00
Hvar 

Kaldársel í Hafnarfirði

Nánar 
Brottför kl. 20:00

Sjálfur Störnu-Sævar, líka þekktur sem Sævar Helgi Bragason, stjörnumiðlari frá Háskóla Íslands, svarar spurningum um norðurljósin, stjörnurnar og vetrarbrautina í gönguferð sem helguð er himingeiminum.

Nauðsynlegt er að klæða sig mjög vel og gott er að taka með sjónauka, nesti og heitt á brúsa. Ef ekki viðrar til stjörnuskoðunar þennan dag er ferðinni frestað þar til góðar aðstæður skapast. Það verður þá auglýst á Fésbók og heimasíðu FÍ og HÍ.

Hluti af verðlaunaverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.

Öll velkomin, þátttaka ókeypis. Ekkert að panta, bara mæta! 

Brottför: Kl. 20 við Kaldársel í Hafnarfirði.

Með fróðleik í fararnesti: Stjörnur og norðurljós með Sævari Helga við Kaldársel