Skip to main content

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar: Dominik Collet

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar: Dominik Collet - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. október 2019 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 24. október 2019 mun Dominik Collet, prófessor í umhverfis- og loftslagssögu við Oslóarháskóla, flytja minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar og ber hann yfirskriftina Loftslagssaga Litlu ísaldar: Samband samfélags og náttúru enduruppgötvað. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stendur að fyrirlestrinum sem verður í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 15.00 og eru allir velkomnir.

Um efni fyrirlestursins segir Dominik Collet: Hlýnun loftslags í heiminum hefur glætt áhuga manna á því hvernig samfélög fyrri tíma glímdu við loftslagsbreytingar. Af stórum loftslagsbreytingum í sögunni stendur Litla ísöldin (1300–1800) okkur næst í tíma og eru til meiri heimildir um hana en aðrar sögulegar loftslagsbreytingar. Í fyrirlestrinum verður rætt um fjölbreytileg viðbrögð samfélaga við þessum umhverfisbreytingum. Fjallað er um vöxt loftslagssögu sem fræðigreinar með dæmum af rannsóknum, og hvernig samfélög fyrri tíma unnu úr öfgakenndum loftslagsbreytingum.

Dominik Collet er prófessor í umhverfis- og loftslagssögu við Oslóarháskóla. Hann vinnur nú að rannsóknum á sambandi náttúru og menningar eins og það birtist bæði í andlegum og efnislegum veruleika. Hann er einn af stofnendum Oslo School of Environmental Humanities (OSEH) og hefur verið gestafræðimaður hjá Max-Planck-Institut für Wissenschaftsgeschichte, The Warburg Institute í London, Forschungszentrum Gotha og Centre for Interdisciplinary Research (ZIF) í Bielefeld. Meðal rita Domink Collett eru The University of Things. Theory – History – Practice (meðritstjóri og greinarhöfundur, 2016), og Famines During the 'Little Ice Age' (1300-1800). Socionatural Entanglements in Premodern Societies (meðritstjóri og greinarhöfundur, 2018). Á þessu ári kom út bók eftir hann sem nefnist Die doppelte Katastrophe. Klima und Kultur in der europäischen Hungerkrise 1770-1772 [Tvíþættar hörmungar. Menning og loftslag á tímum hungursneyðarinnar í Evrópu 1770–1772].

Dominik Collet.

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar: Dominik Collet