Meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun lýkur með prófgráðunni Master of Science in Accounting and Auditing (MS in Accounting and Auditing). Markmið MS námsins Markmið með náminu er að auka þekkingu og færni nemenda á sviði reikningsskila og endurskoðunar. Námið hentar mjög vel þeim einstaklingum sem hafa hug á því að vinna við fjármál, reikningshald, reikningsskil og/eða endurskoðun í fyrirtækjum eða stofnunum þar sem sérþekking á svið reikningsskila og endurskoðunar er skilyrði fyrir starfi. Náminu er ætlað að mæta mikilli þörf á sérþekkingu á reikningsskila- og endurskoðunarsviði. Show Kennslufyrirkomulag – haust 2022 Á haustmisseri 2022 verður kennslufyrirkomulag í meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun (RES) með blönduðu fyrirkomulagi. Aðal kennslufyrirkomulagið er staðnám, en ef nemendur geta ekki tekið þátt í staðkennslu þá verður í boði að taka þátt í kennslunni með rafrænum hætti. Kennslustund verður streymt í rauntíma. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp og er upptaka á hljóði og/eða mynd, að hluta til eða í heild sinni á fyrirlestrum óheimil með tillit til persónuverndar. Sömu kröfur verða gerðar til nemenda hvort sem þeir mæta á staðinn eða taka þátt með rafrænum hætti. Má þar m.a. nefna kröfur um þátttöku í tíma. Nemendur sem nýta sér rafræna þátttöku verða að skrá sig sem rafrænan þátttakanda og er gerð krafa um að þeir hafi opið fyrir hljóð og mynd. Show Skipulag námsins Í kennsluskrá HÍ má sjá hvernig námið er skipulagt. Nemendur eiga að taka námskeiðin í þeirri röð sem þar birtist. Vakin er athygli á því að stundatöflur eru birtar með fyrirvara um breytingar. Ef sú staða kemur upp að breyta þurfi stundatöflu verður nemendum kynnt það eins fljótt og auðið er. Ef nemandi kýs að ljúka námi á allt að fjórum árum skal m.a. gæta þess og taka tillit til þegar námskeið eru lesin að forkröfunámskeið sé lesið fyrst og að gæta að dagsetningum prófa. Kennt er skv. lotukerfi og er hver lota sjö vikur. Almennt lokapróf er í viku átta. Næsta lota byrjar því í viku níu. Alls eru fyrirlestrar að meðaltali 11 í hverju námskeiði. Þrjár vikur með einn fyrirlestur á viku og fjórar vikur með tvo fyrirlestra á viku. Sjúkra- og upptökupróf eru auglýst sérstaklega frá prófaskrifstofu HI. Show Þekkingaratriði - Test of theoretical knowledge Uppbygging á meistaranáminu fer eftir reglugerð frá Evrópusambandinu nr. L157/87, Directive 2006/43/EC of The European Parliament and of The Concil of May 2006 on statutory audit of annual accounts and consolidated accounts, amending Coucil Directives 78/660/EEC and 83/349/EEC and repealing Concial Directive 84/253/EEC. Í grein nr. 8 (Article 8) eru talin upp þau þekkingaratriði (Test of theoretical knowledge) sem taka þarf tillit til þegar að löggildingarprófi í endurskoðun kemur. Þekkingaratriðin ná yfir kennsluefni frá BS námi í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald til loka meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun. Ekki er hægt að veita undanþágu frá þessum þekkingarskilyrðum, m.a. vegna þess að nemendur sem útskrifast með MS.Acc. gráðu öðlast rétt til þess að verða nemar á endurskoðunarskrifstofum. Show Inntökuskilyrði Almenna regla Viðskiptafræðideildar er að umsækjandi hafi að jafnaði hlotið fyrstu einkunn (7,25) úr BS eða BA námi til að fá inngöngu í meistaranám. Meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun er sérhæft og er krafist ákveðinnar grunnþekkingar á eftirfarandi sviðum; reikningshald, fjármál, skattamál og lögfræði. Umsækjendur sem hafa BS-próf í viðskiptafræði án slíkrar sérhæfingar eða annað sambærilegt háskólapróf, svo sem BS-próf í hagfræði, þurfa að ljúka eftirtöldum forkröfunámskeiðum á BS-stigi. Umsækjendur sem hafa lokið BS eða BA prófi úr öðru námi en viðskiptafræði eða hagfræði þurfa að lágmarki að ljúka 7 forkröfunámskeiðunum með I. eink. til þess að fá inngöngu í námið. Umsækjendur sem eiga eftir þrjú eða færri forkröfunámskeið, geta hafið MS-nám í reikningsskilum. Skylt er að ljúka öllum forkröfunámskeiðum á fyrsta skólaári. Forkröfunámskeið: VIÐ301G Fjármál I VIÐ403M Fyrirtækjaskattaréttur VIÐ503G Fjármálagerningar VIÐ302G Lögfræði A VIÐ103G Inngangur að fjárhagsbókhaldi VIÐ401G Reikningsskil VIÐ204G Rekstrarbókhald VIÐ501G Einstaklingsskattaréttur VIÐ505M Ársreikningagerð A VIÐ604M Ársreikningagerð B Skylt er að ljúka öllum forkröfunámskeiðum á fyrsta skólaári. Show Skráning í námskeið á seinna námsári Óheimilt er að hefja nám á seinna ári ef viðkomandi hefur ekki lokið öllum forkröfunámskeiðum á fyrsta skólaári. Nemendum er ekki heimilt að skrá sig í námskeið á seinna námsári, nema að hafa lokið a.m.k. 30 einingar í námskeiðum af fyrra námsári. Ef nemandi sem lokið hefur 30 einingum af fyrra námsári skráir sig samtímis í námskeið sem kennd eru á fyrra og seinna námsárinu þá er það alfarið á ábyrgð nemandans. Ástæðan fyrir þessu er sú að verkefnaskil og próf á fyrsta og öðru ári geta verið á sama tíma eða mjög nálægt hvort öðru og getur það komið sér illa fyrir nemendur. Ef nemandi fylgir ekki námsskipan eins og fram kemur í tímaskipulagi þá er sú breyting sem nemandi gerir á ábyrgð viðkomandi. Show Lokaritgerð og úthlutun leiðbeinanda Til að ljúka 120 ECTS meistaranámi þarf að hafa staðist 12 námskeið sem eru 7,5 ECTS hvert og ljúka við 30 eininga meistararitgerð. Tveir nemendur skrifa sameiginlega lokaritgerð. Efnisval skal vera innan fræðasviðs reikningsskila og endurskoðunar. Sérstakar verklagsreglur gilda um framkvæmd lokaritgerða og verður að fylgja þeim í einu og öllu, annars telst ritgerð ekki gild. Sjá sérstakt upplýsingablað „Leiðbeiningar um lokaritgerðir“ um úthlutun leiðbeinanda, leiðbeiningar, fyrirkomulag og verklagsreglur lokaritgerða. Vinsamlegast lesið þessar leiðbeiningar mjög vel. Nemendur sækja um leiðbeinanda hér. Show Mat á fyrra námi Þegar sótt er um mat á fyrr námi þarf að fylla út rafrænt eyðublað. Nám sem er eldra en 5 ára verður ekki samþykkt, þar sem þekkingarumhverfi í reikningsskilum og endurskoðun er mjög breytilegt á milli ára. Má nefna ný lög, reglugerðir, IFRS og ISA staðlar. Gæta verður þess að nemendur sem útskrifast taki með sér nýjustu efnistökin á hverjum tíma varðandi reikningsskil og endurskoðun. Verkefnaeinkunn Verkefni og verkefnaeinkunn er ekki hægt að flytja á milli skólaára. Reglur um próf í kennsluskrá. Show hi.is-netfang Nemendum er bent á að nota hi.is netfang sitt í samskiptum við skólann. Vakin er athygli á því að rafræn samskipti skólans við nemendur er í gegnum hi-netfangið. Show Fyrirkomulag prófa Öll lokapróf verða staðsett í tölvuveri HI. Sækja þarf um fjarpróf. Í þeim námskeiðum þar sem lokapróf er til staðar þá eru þau annað hvort gagnalaus eða námsgögn leyfð. Þar sem námsgögn eru leyfð þá er reglan sú að öll gögn eru leyfð sem notuð hafa verið í viðkomandi námskeiði en ekki aðgangur að internetinu, þ.e. „lokað próf“. Hægt verður að nálgast gögnin á rafrænan hátt í gegnum Canvas. Heimilt er að hafa prentuð námsgögn og kennslubók. Gera þarf ráð fyrir því að yfirsetuaðilar þurfi að skoða og staðfesta þau prentuðu gögn sem notuð eru við próflausn. Skv. tölvuverssíðu UTS eru 23-24 tommu skjáir í tölvuverum HÍ. Mögulega er hægt að skipta skjánum upp í tvo helminga. Ekki er heimilt að taka með og nota rafræn gögn og/eða minnislykil (USB-lykill) þegar próffyrirkomulag er „lokað próf“. Þar sem fyrirkomulag prófa er þannig háttað að aðgangur að internetinu er leyfður þá eru öll rafræn gögn leyfð. Show Prófsýningar Nemendur skulu kynna sér vel reglur um prófsýningar hjá Háskóla Íslands. Nemendur þurfa að óska eftir prófsýningu innan 15 daga frá birtingu einkunnar, með því að hafa samband við kennara námskeiðsins. Sundurliðaðar einkunnir eru ekki sendar í tölvupósti, en hægt er að sjá þær í Uglu/Canvas, t.d. hlutapróf og verkefni. Verkefnaeinkunnir verða skráðar í Uglu/Canvas. Show Endurtökupróf Skilyrði sem nemendur þurfa uppfylla til að geta skráð sig og fengið rétt til að þreyta endurtökupróf eru: Nemandi verður að hafa þreytt próf í námskeiðinu til að getað skráð sig í endurtökupróf.Mæti nemandi ekki í próf í námskeiðinu á almennu prófatímabili getur hann ekki nýtt sér endurtökupróf. Nemandi greiðir kr. 6.000 fyrir hvert endurtökupróf og þarf greiðsla að hafa borist til HÍ í síðasta lagi á síðasta skráningardegi vegna endurtökuprófa. Ef eitthvað er óljóst, vinsamlegast hafið samband við nemendaþjónustu FVS, netfang nemFVS@hi.is, merkið póstinn í efni (subject) með endurtökupróf. Show Atvinnumöguleikar Uppbygging námsins miðar að því að búa nemendur undir að sinna krefjandi og flóknum störfum á sviði reikningsskila og endurskoðunar en krafan um slíka menntun hefur aukist mikið hjá fyrirtækjum sem m.a. hafa skráð hlutabréf og/eða skuldabréf á verðbréfamarkaði. Einnig má nefna störf við innri endurskoðun, áætlanadeild, áhættustýring, innra eftirlit o.fl. Show Löggilding í endurskoðun Meistaranámið í reikningsskilum og endurskoðun ásamt tilskilinni starfsreynslu, veitir rétt til þess að þreyta próf til löggildingar í endurskoðun, en það próf er í umsjón Endurskoðendaráðs. (www.endurskodendarad.is). Show Námsstyrkir Félag löggiltra endurskoðenda -FLE auglýsir til umsóknar styrki frá Námsstyrkja-og rannsóknasjóði félagsins. Nálgast má skipulagsskrá sjóðsins, úthlutunarreglu og umsóknarslóð á heimasíðu félagsins. http://www.fle.is/is/um-fle/namsstyrkjasjodur-fle facebooklinkedintwitter