Skip to main content

Reikningsskil og endurskoðun, MS - mikilvægar upplýsingar

Meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun lýkur með prófgráðunni Master of Science in Accounting and Auditing (MS in Accounting and Auditing).

Markmið MS námsins
Markmið með náminu er að auka þekkingu og færni nemenda á sviði reikningsskila og endurskoðunar. Námið hentar mjög vel þeim einstaklingum sem hafa hug á því að vinna við fjármál, reikningshald, reikningsskil og/eða endurskoðun í fyrirtækjum eða stofnunum þar sem sérþekking á svið reikningsskila og endurskoðunar er skilyrði fyrir starfi. Náminu er ætlað að mæta mikilli þörf á sérþekkingu á reikningsskila- og endurskoðunarsviði.