Skip to main content

Doktorsvörn í eðlisfræði: Vanik Shahnazaryan

Doktorsvörn í eðlisfræði: Vanik Shahnazaryan  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. október 2017 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsvörn í eðlisfræði

Doktorsefni: Vanik Shahnazaryan

Heiti ritgerðar: Sameiginleg skammtafyrirbæri undir sterkri víxlverkun milli ljóss og efnis

Andmælendur: Dr. Alexander Poddubny, vísindamaður við Ioffe stofnunina í Sankti Pétursborg, Rússlandi, og dr. Jerome Tignon, prófessor við eðlisfræðideild Ecole Normale Superieure, Paris Sciences et Lettres (PSL) Research University í París, Frakklandi.

Leiðbeinandi: Ivan Shelykh, prófessor í eðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Aðrir í doktorsnefnd: Snorri Ingvarsson og Hafliði Pétur Gíslason, prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Doktorsvörn stýrir: Oddur Ingólfsson, deildarforseti Raunvísindadeildar.

Ágrip af rannsókn: Víxlverkun milli ljóss og efnis er ört vaxandi þverfræðilegt rannsóknarsvið sem sameinar aðferðir og fyrirbæri þéttefnifræðis og skammtaljósfræðis. Eitt algengasta fyrirkomulag kerfa til að öðlast sterka víxlverkun notfærir sér mismunandi hálfleiðarastrúktúra af lágum víddum sem annaðhvort i) eru settir inn í örholrými eða ii) eru settir í sterkt ljóssvið. Seinna fyrirkomulagið leiðir til myndunar svokallaðra blandaðra einda, svo sem i) ljósskauteinda og ii) klæddra ástanda. Í þessari ritgerð eru mismunandi fjölhluta skammtaáhrif í fyrrnefndum kerfum skoðuð fræðilega en þau innihalda

1) Flúrljómunarróf rafsegulklæddra ósamhverfra skammtapunkta

2) Terariðsleysun frá samansafni ósamhverfra skammtapunkta í klæðningarsvið

3) Bose-Einstein þéttinga af óbeinum örveindum í uppsetningu tvíljósskauteinda,

4) Víxlverkun milli örveinda í örvuðum ástöndum í skammtabrunnum

5) Víxlverkun milli örveinda í örvuðum ástöndum í einföldum lögum af TMDC (e. transition metal dichalcogenides). 

Um doktorsefnið: Vanik Shahnazaryan fæddist í Armeníu árið 1991. Hann er ógiftur og barnslaus. Hann öðlaðist meistaragráðu í örrafeindatækni í Rússnesk-armeníska Háskólanum í Jerevan árið 2014. Umfjöllunarefni meistararitgerðarinnar var „Tvær rafeindir í skammtahring á kúlu“. Frá haustönn ársins 2014 hefur hann verið i doktorsnámi við Háskóla Íslands, í sameinaðri doktorsstöðu sem er að hluta í ITMO háskólanum í Sankti Pétursborg í Rússlandi.

Um doktorsefnið: Vanik Shahnazaryan fæddist í Armeníu árið 1991. Hann er ógiftur og barnslaus. Hann öðlaðist meistaragráðu í örrafeindatækni í Rússnesk-armeníska Háskólanum í Jerevan árið 2014. Umfjöllunarefni meistararitgerðarinnar var „Tvær rafeindir í skammtahring á kúlu“. Frá haustönn ársins 2014 hefur hann verið i doktorsnámi við Háskóla Íslands, í sameinaðri doktorsstöðu sem er að hluta í ITMO háskólanum í Sankti Pétursborg í Rússlandi.