Skip to main content

Starfsþjálfun erlendis

Starfsþjálfun/rannsóknavinna

Nemendur HÍ geta sótt um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu í háskólum, fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Einnig er hægt að fara í starfsþjálfun að loknu námi, í allt að tólf mánuði frá útskrift. Nemendur eiga þannig kost á dýrmætri alþjóðlegri starfsreynslu sem getur komið sér vel síðar meir. 

Nemendur geta fengið dvölina metna sem hluta af náminu við HÍ, sem hluta af lokaverkefni eða skráða í skírteinisviðauka.

Hvað segja nemendur?

Vasco Lopes
Úlfar Steinn Hauksson
Kristín Brynjarsdóttir
Vasco Dias Lopes
Meistaranemi í alþjóðasamskiptum í starfsþjálfun við sendiráð Portúgals hjá SÞ í Vínarborg

Starfsþjálfun hjá sendiráði og fastri sendinefnd Portúgals hjá Sameinuðu þjóðunum í Vínarborg var einstakt tækifæri til að öðlast hagnýta reynslu og dýpri skilning á diplómatíu, starfsemi Sameinuðu þjóðanna og flóknu ferlunum sem liggja að baki ákvarðanatöku á alþjóðavettvangi. Ég fór í starfsþjálfun til að öðlast raunverulega reynslu á mínu fræðasviði og til að styrkja stöðu mína í framtíðinni, hvort sem er á vinnumarkaði eða í frekara námi.

Hafðu samband

Alþjóðasvið
Háskólatorgi, 3. hæð
Sími: 525-4311
Netfang: ask@hi.is
Starfsfólk Alþjóðasviðs

Opið alla virka daga, kl. 10.00-15.00