Mentorar | Háskóli Íslands Skip to main content

Mentorar

Nemendum í Háskóla Íslands gefst kostur á að vera mentorar (tengiliðir) erlendra nemenda. Þeir sem hafa sjálfir farið í skiptinám eða hafa hug á að fara í skiptinám ættu ekki að láta tækifærið framhjá sér fara.Þá er upplagt fyrir þá sem leggja stund á tungumálanám og þá sem hafa áhuga á að kynnast fólki frá öðrum menningarsvæðum að taka þátt. Skrifstofa alþjóðasamskipta og Stúdentaráð hafa umsjón með verkefninu.

Hlutverk mentors er að vera erlendum nemendum innan handar við komuna til landsins, halda með þeim tvo fundi þar sem farið er yfir hagnýt atriði sem tengjast námi við Háskóla Íslands, kynna félagslíf og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Hver mentor tekur að sér 2-3 erlenda nema.

ESN Iceland stendur fyrir öflugu félagslífi fyrir skiptinema sem mentorum er frjálst að taka þátt í.

Mentorar fá viðurkenningu fyrir störf sín skráða í svokallaðan skírteinisviðauka (Diploma Supplement) sem inniheldur viðbótarupplýsingar við prófskírteini. Slík viðurkenning getur komið að góðum notum þegar sótt er um störf eða skólavist erlendis.

  • Lokað hefur verið fyrir skráningu fyrir haustmisseri 2019 / Registration for the fall semester 2019 has been closed  

Fyrirspurnir sendist á Stúdentaráð, netfangið shi@hi.is.

Langflestir erlendir nemar óska eftir íslenskum mentor, þátttaka ykkar er því mikils metin!

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.